Ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.

Ótrúlega fyndiðEf ríkið getur komið á sjáanlegri samkeppni verslana er það mikið gleðiefni, og löngu tímabært.

Það er tímabært að fólkið í landinu verði vart við einhverja raunverulega samkeppni milli verslana án þess að slíta mörgum skóm í leit að betra verði.

 

"Ríkiskaup sögð blessa kennitöluflakk.

Kjartan Örn Sigurðsson forstjóri Office 1 segir fyrirtækið hafa getað uppfyllt þarfir ríkisins fyrir ritföng og skrifstofuvörur. Fréttablaðið/Hörður

Kjartan Örn Sigurðsson, forstjóri Office 1, segir Ríkiskaup hygla nýjum félögum í eigu banka á kostnað einkaframtaksins. Rammasamningar sem Ríkiskaup höfðu við gamla A4 og gamla Pennann voru framseldir nýja A4 og nýja Pennanum. Þetta hefur Office 1 kært til kærunefndar útboðsmála.

„Ríkiskaup hefur með þessu lagt blessun sína yfir kennitöluflakk ríkisbankanna," skrifar Kjartan í grein í Fréttablaðinu í dag. Í svari Ríkiskaupa til kærunefndar útboðsmála vegna kæru Office 1 segir hins vegar að framsal samninga gömlu fyrirtækjanna til þeirra nýju hafi meðal annars verið samþykkt til að tryggja viðskiptahagsmuni ríkisins varðandi næga samkeppni á markaði og vöruval. Slíkt framsal sé heimilt.

Kjartan segir rök Ríkiskaupa ekki halda. Office 1 sé einnig aðili að umræddum rammasamningi og gæti auðveldlega fullnægt þörfum ríkisins. „Þá bendi ég á að til þess að mega taka þátt í útboði hjá Ríkiskaupum þurfa fyrirtæki að hafa staðið í rekstri í minnst sex mánuði. Það hafa þessi nýju félög auðvitað ekki gert," segir hann.

Félag íslenskra stórkaupmanna hefur einnig gagnrýnt ákvörðun Ríkiskaupa í þessu máli. „Ríkiskaupum er eins og öðrum óheimilt að beita ólögmætum aðferðum við að ná fram lögmætum markmiðum sínum," segir í ályktun félagsins."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband