Föstudagur, 29. maí 2009
Einsdæmi að treysta á þingræðið, sagði Sigmundur.
Nú er svo komið að framkvæmdarvaldið hefur lagt niður skottið og segir að nú sé tækifæri fyrir þingið að sýna að það hafi pólitískan þroska til að ganga óbundið af framkvæmdarvaldinu og flokkum, til afgreiðslu á stórpólitísku máli.
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Það virðist taktík þessarar ríkisstjórnar að treysta á stjórnarandstöðuna". Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það sé einsdæmi að ríkisstjórnarflokkarnir ætli að treysta því að stjórnarandstaðan leysi ESB-málið.
Nú hafa þessir höfðingjar lagt inn betrumbætur á umsóknar tillögu ríkisstjórnarinnar, sem sýnir að það gæti lukkast að gera þingræðið aftur virkt á Alþingi íslendinga.
Gæti verið að pólitísk menning verði öflugri á Íslandi þegar ríkistjórnarflokkar geta verið sammála um að vera ósammála.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.