Laugardagur, 30. maí 2009
Er engin "Flateyrar lausnari" þarna úti.
Já það er alltof dýrt að vera fávís íslendingur, við vissum það, og mér bregður ekki þótt Alþingi samþykkti 3 miljarða álögur á tekjuskertan almúgan án þess að blikna. Ég átti von á þessu frá ráðþrota værukærum ráðgjöfum þjóðarinnar við Austurvöll. Auðvitað gamla og auðvelda lausnin frá Arnarhóli drifin fram. Ekkert nýtt eða gamalt og gott dregið fram. Hvar er búsáhalda breytingin á íslenskri pólitík?.
Árið1988 var sett á verðstöðvun á opinbera geirann og í kjölfarið komst á þjóðarsátt sem skilaði kraftaverki í efnhagsmálum þjóðarinnar.
Þá var það fólkið í atvinnulífinu sem tóku völdin og leysti málin, engir flækjufætur óþroskaðra embættis og stjórnmála elítu á Íslandi voru tilkallaðir sem betur fer.
Tilvistarkreppa íslenskra stjórnmála er m.a. sú að talsmenn þeirra sjá ekkert annað en vandamál, tala aðeins um vandamál. Það má ætla að þá dreymi líka um vandamál. Þessir flokkar leysa engin vandamál enda þeim eðlislægt að finna þau og skilgreina, til að geta þrifist.Ef maðurinn meðal fjöldans biður þessa hæstvirtu stjórnmálamenn um lausnir finna þeir mögnuð vandamál í öllum lausnunum. ESB er stútfullt af vandamálum, ekki má undirstrika eignarrétt þjóðarinnar á fiskinum í sjónum, ekki má halda stjórnlagaþing, osfrv.
Verkefni stjórmála er að leysa úr flækjum mannlífsins, en ekki að flækja það frekar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.