Þriðjudagur, 2. júní 2009
Jaðaráhrif verðhækkanna ríkisins verða banabiti margra lausna.
Jaðaráhrifin virðast ekki vera stjórnvöldum ljós.
Ég átti svo sem von á þessu frá ráðþrota værukærum ráðgjöfum þjóðarinnar við Austurvöll. Auðvitað er gamla og auðvelda lausnin frá Arnarhóli drifin fram sem sýnir um þessar mundir er ruglið í algleymi og menn virðast vaða villu vegar hvað eftir annað.
Geta menn ekki notað reynslu verðbólgubana atvinnulífsins frá 1989 til að vísa til vegar og hægðarauka í núverandi rugli og vegleysi stjórnmála landsmann.
Árið1988 var sett á verðstöðvun á opinbera geirann og í kjölfarið komst á þjóðarsátt sem skilaði kraftaverki í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Til hvers var þetta gert?.
Til að skapa ekki fordæmi fyrir dómínóáhrifum á viðskiptalífið með hækkun verðs á ríkisvörum.
Siðferðisskert viðskiptalíf íslendinga er á því stigi að ríkið má ekki hafa forystu um verðhækkanir.
Sjáið og lesið svarið frá einum frægum snillingi þeirrar atvinnugreinar;.
Hermann Guðmundsson forstjóri N1 segir eðlilegar skýringar á þessu og að fyrirspurn neytendastofu sé byggð á misskilningi. Olíufarmar séu tollafgreiddir til bráðabirgða og vörugjaldið greitt einu sinni í mánuði í hlutfalli af sölu
Hann segir það vera þannig að ríkið breyti sinni verðskrá samdægurs. Fyrirkomulagið hafi verið svona og menn hafi ekki talið sanngjarnt að eitt fyrirtæki á markaði hafi forskot með því að eiga birgðir. Hann segir þetta fyrirkomulag hafa verið sett á fyrir mörgum áratugum og hafi ekki valdið misskilningi fyrr en núna.
Leysa úr flækjum mannlífsins er verkefnið, ekki að flækja það frekar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.