N1 ætlar að gefa það sem það ekki á.

Siðferðisskert viðskiptalíf íslendinga er á því stigi að ríkið má ekki hafa forystu um verðhækkanir. Fyrst þeir gera þetta , þá má ég segja rekendur fyrirtækja án þess að hika með sölu brosi.

Já mér er flökurt !!!!!!!

Það er hinsvegar manndómsbrekka sem klifin er af þessu Hafnfirska fyrirtæki.

Þeir eru ekki að gefa sem þeir ekki eiga eins og N1.


Viðskiptavinir Atlantsolíu fá endurgreitt

mynd

Sem kunnugt er hækkaði vörugjald á bensíni á dögunum um 10 kr án vsk eða alls 12,5 kr. Niðurstaðan er ljós og hafa forráðamenn Atlantsolíu unnið að úrlausn málsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atlantsolíu. Þá segir að félagið muni endurgreiða viðskiptavinum sínum því sem nemi hækkun vörugjaldsins, þ.e öllum viðskiptavinum sem tóku bensín frá morgni 29.maí til hádegis mánudagins 8.júní.

„Dælulyklahafar og aðrir viðskiptavinir Atlantsolíu sem notuðu kreditkort fá endurgreiðslu inn á sinn kortareikning og þeir sem notuðu debetkort fá greitt inn á sinn bankareikning. Þá munu dælulyklahafar geta séð endurgreiðsluupphæð inn á þjónustusíðum Atlantsolíu á www.atlantsolia.is.

Dælulyklahafar og aðrir viðskiptavinir þurfa því ekki að senda inn kvittanir eða koma á skrifstofu félagsins.

Áætlað er að öllum endurgreiðslum verði lokið innan þriggja daga."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband