Vei sé furðufuglum í sjálfskapaðri Framsóknar þoku.

Furðufuglar hafa löngum flögrað um í Framsókn og nú enn einu sinni vill nýi formaðurinn ekki hyggja að fortíðar gjörð flokksins og ábyrgð á henni þegar afleiðingar blasa við. Mikill vængjasláttur hans um þessar mundir sýnir aðeins að hann vill halda sér á lofti lesandi þrætubók í stað þess að fylkja sér í lið björgunar manna á strandstað þjóðarskútunnar.

Vei sé þessum ungu fuglum sem flögra um í sjálfskapaðri þoku.

Þessi hroðalega samningsniðurstaða í Icesave-málinu er afleiðing óstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þess vegna er eitt víst: stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, ættu  að sjá sóma sinn í að í að standa undir sinni ábyrgð, eða sitja hjá og þegja.

Núverandi ríkisstjórn hafði enga samningsstöðu í þessu máli. Ábyrgðin á þessu klúðri er ekki hennar, heldur forvera hennar. Stjórnarandstaðan (að Borgarahreyfingunni undanskilinni) ætti því að sjá sóma sinn í að þegja. Og að hafa hægt um sig á næstunni.



mbl.is Miðstjórn Framsóknar: Þingmenn styðji ekki Icesave samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband