Skuggasveinar og sveinkur í Iceslave leikritinu.

Við eigum ekki að borga óreiðuskuldirnar sagði Davíð á sinn afgerandi hátt í Kastljósinu. Um það þyrfti ekki að ræða  frekar skildist mér.

Ég dáðist af hugrekki og kraftinum í karlinum þá, sem oft áður.

Auðvitað vill ég heldur ekki  borga og brosa, frekar en öðlingurinn Davíð, hugsaði ég. Vinsælasti og langsetnasti forsætisráðherra íslenska lýðveldisins hafði talað, hvað gat maður annað en tekið mark á visku hans.

En Geir Haarde viðtakandi og lærlingur Davíðs sagði hinsvegar "að við yrðum að borga. Því það hafi verið ófyrirgefanlegt af hálfu Landsbankans að opna Icesave-reikninga sína í útibúi í Bretlandi. Það hafi ekki verið tilviljun, heldur hafi að baki legið fyrirætlanir um að geta notað þá peninga, sem kæmu inn í Icesave, rétt eins og þeir kæmu úr íslensku útibúi."

Þetta gerðist 2006 á ábyrgð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessir flokkar fóru með forsætis-banka- og fjármálaráðuneytið. Þessir flokkar, núverandi stjórnarandstöðuflokkar, bera því alla ábyrgð á Icesave-málinu.

Það var hinsvegar ríkisstjórn Haarde og Ingibjargar sem ber ábyrgð á útibúinu í Hollandi,  það gerðist þrátt fyrir viðvaranir um að bankarnir væru að hruni komnir.

Með neyðarlögunum sem samþykkt voru á Alþingi 6. október, 2008, tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fulla og ótakmarkaða ábyrgð á sparifjárinnistæðum íslenskra banka. Innan Evrópusambandsins er óheimilt að mismuna einstaklingum eða lögaðilum á grundvelli þjóðernis. Að settum neyðarlögum var það því frá upphafi hafið yfir allan vafa, að íslenska ríkið væri ábyrgt fyrir sparifjártryggingu íslenskra banka, hvar svo sem þeir væru starfandi.

En hver eru fórnarlömbin í þessu máli? Jú, fórnarlömbin í málinu eru breskir og hollenskir sparifjáreigendur og íslenskir skattgreiðendur.

Gerendur í málinu eru hinsvegar ótvírætt þáverandi ísl. stjórnvöld,þ.e. fjármálaeftirlitið og ráðuneytin öll sem fóru með banka og efnahagsmál, og þáverandi bankastjórar og bankaráðsformenn Landsbankans.

Stjórnarandstöðunni núverandi að Borgaraflokknum undanskildum ferst engan veginn að gagnrýna þá samningsniðurstöðu sem nú liggur fyrir svo rækilega voru þeir búnir sigla Þjóðarskútunni inn í skerjagarð þar sem erfitt er að venda.

Það er því  einfaldlega hörmulegt að hlusta á nýgengin þingmann og formann Framsóknar, hinn nýja Davíð sem ekkert vill borga sem hinn fyrri, álasa Jóhgríms stjórninni fyrir að reyna að bjarga því sem hægt var bjarga þar til Þjóðarskútan fær meðbyr á nýjan leik.

Þrætubók hins nýja formanns er sem skítugt klám. Annað ekki.

Þeir sem lögðu þennan bagga á herðar íslensku þjóð ættu að sjá sóma sinn í því að hafa hljótt um sig að minnsta kosti svo lengi sem þjóðin er að borga skuldirnar, sem þeir stofnuðu til eða báru ábyrgð á, en það gerði Framsóknar flokkurinn af mikilli reisn undir góðri leiðsögn Davíðs og Geirs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband