Ef vel er unnið verður að þakka, en vinur er sá sem til vamms segir.

Endurskoðunnar nefnd almanntryggingarlaga hefur skilað niðurstöðum sínum og er hægt að tengja sig beint við þær frá þessu bloggi.

Niðurstaða mín eftir fyrsta yfirlestur er önnur en eftir fyrstu kynningu samanber fyrra blogg 17.04.2009.

Réttarbætur felast einkum í að fram eru settir ákveðnir "Staupasteinar" fyrir lögjafann að staldra við ef þeir vilja en og aftur vera of fingralangir í sjóðinna.

Staupasteinar eru meðal annars þessir hjá nefndinni:

"Meðferð fjármagnstekna í almannatryggingakerfinu er hins vegar minna mótuð sem stendur og verður gerð grein fyrir nýjum tillögum í þeim efnum hér á eftir. Þær aðgerðir sem ákveðnar voru við lokun fjárlaga fyrir árið 2009 voru ekki í samræmi við markmið Verkefnisstjórnarinnar og fela í reynd í sér mun hertari meðferð fjármagnstekna í almannatryggingakerfinu en áður hefur verið og gengur það gegn þeim almennu markmiðum sem sett voru fyrir þessu starfi, þ.e. markmiðinu um að greiða fyrir sparnaði
Rökin fyrir því að lífeyrisþegar haldi grunnlífeyrinum, alveg óháð tekjum úr lífeyrissjóðum, tengjast hugmyndum um almannatryggingar sem borgararéttindi, allir eigi að fá einhverjar lífeyrisgreiðslur þaðan, meðal annars vegna skattgreiðslna sinna á starfsferlinum. Þetta er hugmyndin um svokallaðan "universalisma" (algild réttindi), sem skandínavísku velferðarríkin þóttu hafa í hávegum á fyrri árum". 

Þetta er vönduð og góð vinna, stór skref í rétta átt. Þó vantar alveg greinilega tillögur að reglum um andmæla rétt þolenda bóttaréttar við óæskilegar breytingar. Einnig kemur ekki til greina að skilgreina verðbætur höfuðstóls sem tekjur. það hljóta þeir greindu verkefnisstjórnendur sem að þessu verki koma vel að skilja. Þetta er ekki skattamál sem þeir höndla með.

 

Fyrra blogg í apríl 2009.:

Endurskoðun almannatryggingar laga var kynnt á fundi Félags eldri borgara 17 apríl síðastliðinn.

Stefán Ólafsson formaður nefndar um endurskoðun almannatrygginga gerði grein fyrir umræðutillögum nefndarinnar. Í stuttu máli, magur fiskur vel falinn undir steini vegna komandi kosninga. Og síðan mikill reiði lestur.....



mbl.is Almannatryggingakerfið stokkað upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband