Ég er undrandi hvað Mogginn minn og ýmsir sjálfstæðisbloggarar eru hundfúlir.

erling_03-2008_064_922390.jpgLaugardagur, 30. maí 2009 bloggaði ég og spurði er  enginn "Flateyrar lausnari" þarna úti.

Þar rifjaði ég upp að árið1988 var sett á verðstöðvun á opinbera geirann og í kjölfarið  komst á þjóðarsátt sem skilaði kraftaverki í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Þá var það fólkið í atvinnulífinu sem tóku völdin og silgdu þjóðarskútunni heillri í höfn. Engir flækjufætur óþroskaðra embættis og stjórnmála elítu á Íslandi voru tilkallaðir sem betur fer.

Tilvistarkreppa íslenskra stjórnmála var og er m.a. sú að  forystumenn sjá ekkert annað en vandamál, tala aðeins um vandamál. Það má ætla að þá dreymi líka um vandamál, sem sagt þrífast á að skapa vandamál.  Jafnvel þeir sem fremstir eru meðal jafningja í stjórnmálaelítunni muna ekki stundinni lengur, eftir að þeir eru komnir inn á Alþingi, að erindi þeirra þangað var að leysa úr flækjum mannlífsins, en ekki að flækja það frekar.

Miðvikudagur, 28. október 2009 blogga ég aftur og segi:

Nýr bjargvættur fundinn.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er engum líkur, ef hann klárar ekki málin þá gerir það enginn.

Ekta Skagfirsk seigla.

Ég vona að þetta sé rétt ályktun hjá mér, en er undrandi hvað Mogginn minn og ýmsir sjálfstæðisbloggarar eru hundfúlir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband