Jóhanna bognar ekki undan beygluðum og afskrifuðum kapitalisma.

erling_03-2008_064_922390.jpg

Það hefur verið sársaukafullt fyrir mig, sem allt frá barnæsku hefur séð og sannfærst um að í þjóðfélagi sem stjórnað er í anda jafnaðarstefnu  séu mest og best lífsgæði, að þurfa að búa við "heimskunnar valdi"  einkavæðingar og frjálshyggjunnar á liðnum áratugum.

Því var en sársaukafyllra er að finna að í upprisu tilraunum síðustu mánuði ræður "heimskunnar vald" of mikið í vinnu stjórnvalda. Það er sem Arnarhváls-Kansellíið sé en í skammhlaupi kapítalisma andskotans því fjármagneigendur hafa verið verndaðir bak og  fyrir og  eins og áður skal pöpulinn bera birgðirnar. Samanber ráðstafanir í fjármálum heimilanna og allt ruglið í kringum það.

En nú þegar kjarkurinn og sjálfsmynd ríkisstjórnarinnar eykst eftir Icesave og hún setur tímabundnar skatta á iðnað og útgerð rennur tárafljót úr hvarmi hvers einasta kapítalista og grátkórinn stendur á öndinni í ekkasogum.

Þarna er Jóhanna á réttri leið inn á sitt tímaskeið og ég vona að hún haldi þann kúrs út kjörtímabilið.

 

 


mbl.is 46% telja að stjórnin lifi ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband