Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Enn um neikvæðar væntingar Seðlabanka um fasteignarverð.
Í kjölfar frétta af efnahagsspá Seðlabanka, þar sem spáð var alltað 30% lækkun fasteignarverðs á næstu tveim árum, voru fjölmiðlar en og aftur komnir með fréttir af ofgnótt fasteigna og tilbúinna lóða á Reykjavíkursvæðinu, sem væntanlega átti að vera skýring á væntanlegri lækkun.
Þetta er átakanleg léleg fréttamennska.
Við eðlilegt ástand í efnahagsmálum er "ofgnóttin" varla meiri en til að sinna tveggja ára markaðsþörf og sömuleiðis að lóðaframboð sinnir rúmlega árs þörf.
Þá er líka ýjað að einhverskonar óráðsía hafi ráðið ferð byggingarfyrirtækjanna sem byggðu þessar fasteignir, en maður verður að spyrja viðkomandi fréttamenn, hvernig áttu þeir að vita að hverju stefndi þegar sjálfur forsætisráðherra, Seðlabankastjóri eða bankastjórar fyrirtækjanna virtust ekki vita neitt.
Það er ekkert að marka þótt oddvitar meirihluta og minnihluta í borgarstjórn fari í hár saman um hvor sé sökudólgur lóðamálanna, það var bara þrætubók. Það hlusta engir á stjórnmálaþrætur nú til dags.
Formaður Félags fasteignasala, sagðist sleginn yfir spá um enn meiri lækkun íbúðaverðs. Formaðurinn hefur áhyggjur af því að Seðlabankinn viti meira en hann gefur upp.
Hvað er svo undarlegt við það að fasteignarverð lækki þegar lánavextir eru sem Seðlabankinn krefur. Seðlabanki spáir 30% lækkun á næstu tveim árum, vonandi hyggur hann ekki á tveggja stafa vaxtakostnaði svo lengi.
Auðvitað er það sem Seðlabankinn veit en formaðurinn ekki".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.