Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
"Sjáið þið hvernig ég tókann" ismin.
Lilja hefur undarlega gaman að mála skrattann á vegginn, svo gaman að þegar hún kynnir sín válegu tíðindi fer hamingju hríslun um andlit og augu.
Ég held jafnvel sé svo komið að andleg heilsa þingmanna almennt sé farin að kárna verulega.
Það sem mér fannst einna áhugaverðast var að fulltrúar Seðlabankans skyldu viðurkenna að það yrði mikil lífskjararýrnun á næstu tveimur árum," segir Lilja Mósesdóttir"
Þetta getur ekki verið einhver nýr sannleikur fyrir Lilju, því þjóðin öll hefur fyrir löngu fengið þennan boðskap í æð og hamrað niður í sálartetrin af tveim síðustu spám Seðlabanka.
Eða er það hennar sannfæring að venjulega séu allir að ljúga að henni. Hvað er um að vera hjá Lilju?.
Svart hvíta ruglið við Austurvöll mun ná til áður óþekktra hæða og lágengi íslenskra stjórnmála mun nálgast núllið ef sem nú horfir.
Hvað svo félagar?.
Viðurkenna lífskjararýrnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.