Staðgenglar eiginkvenna


garden.jpgÍ biðröðinni við kassann í Fjarðarkaup gaut ég augum á forsíður tímaritanna sem blöstu við í blaðarekkunum og las á forsíðu Séð og Heyrt; "Fékk sér tík þegar konan fór".

Aumingja maðurinn hugsaði ég og það hríslaðist niður allan bakhlutann kuldahrollur við þessi tíðindi því það hvarflaði að mér að þessi birtingarmynd þunglyndis sýndi að staðan væri mjög slæm hjá íslenskri þjóð um þessar mundir, því Tík getur fjandakornið aldrei komið í stað konu jafnvel þó maður sé margblessaður dýravinur.

Ég vona að konan komi brátt aftur og á forsíðu Séð og Heyrt segi; "Konan komin en Tíkin farin"þá birtir að nýju í þjóðarsálu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband