Vei sé furðufuglum í sjálfskapaðri íhaldsþoku á Haarde skerjum.

Furðufuglar hafa löngum flögrað um í Sjálfstæðisflokknum og nú enn einu sinni er það staðfest í nýjum uppfærslum í leikhúsi fáránleikans við Austurvöll sem hélt auðvitað vöku fyrir þjóðinni nú til morguns.

Þeir ættu að kunna að skammast sín þeir furðufuglar, en því miður virðist  það ekki vera, margra vikna langspil sjálfskapaðrar pólitískrar hrollvekju verður þeim til langtíma skammar..

Nýi formaðurinn vill ekki hyggja að fortíðar gjörð flokksins og ábyrgð á henni þegar afleiðingar blasa við.

Mikill vængjasláttur hans og hans bogamanna um þessar mundir sýnir aðeins að þau flokkfélagar vilja ekki fylkja sér í lið björgunar manna á strandstað þjóðarskútunnar, á skerjunum sem fyrirrennari formannsins  fór frá borði.

Vei sé þessum ungu fuglum sem flögra um í sjálfskapaðri þoku á strandstað á Haardeskerjum.

Núverandi ríkisstjórn hafði enga samningsstöðu í þessu máli.

Ábyrgðin á þessu klúðri er ekki hennar, hinsvegar var hún kosin til að losa skútunna af Haardeskerinu og sigla henni að Draumalandi.................................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband