Þriðjudagur, 8. desember 2009
Engin ólesin lagafrumvörp afgreidd framar.........
Betra Ísland, já betra Ísland er krafan- sagði búsáhaldabyltingin og krafðist bættra vinnubragða, ekki bara hjá stjórnsýslu. líka á Alþingi.
Nú skal hvert frumvarp kveðið yfir með mikilli spekt og yfirvegun samkvæmt kröfu íhaldsframsóknar, engin ólesin lagafrumvörp verða lengur afgreidd frá hæstvirtu Alþingi. Skoða- skoða betur og landsmenn allir sem fræðimenn sendi inn athugasemdir. Þið verðið að fara að skilja kröfuna segir Þorgerður Katrín.
Þorgerður Katrín segir málið ekki snúast um stjórn eða stjórnarandstöðu. Þetta snýst um það að við förum betur yfir málið, og það sé hlustað á þá fræðimenn sem aðra í samfélaginu sem eru að koma í sífellu með ábendingar varðandi Icesave-samkomulagið. Hvernig það megi betur fara."Hún las upp 16 atriði sem stjórnarandstaðan vill að fjárlaganefnd Alþingis skoði í störfum sínum, og eftir atvikum efnahags- og skattanefnd og jafnvel utanríkismálanefnd.
Afgreiðsla Icesave enn óljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.