Að hengja bakara fyrir smið er verklag bankanna.

getfile_php.jpgVið mætum öll á Austurvöll í dag.

Að hengja bakara fyrir smið virðist vera verklagið í dag í stað þess hafa það verklag að reyna að lágmarka heildar tjón heimilla og fyrirtækja og um leið bankanna, með skynsamlegri leiðréttingu á höfuðstól lána svo forða megi heildarhruni allra heilbrigðra athafna fólksins í landinu.

Friðrik Pálsson, spyr í mjög góðri grein í Mbl. í dag hvort það hafi ekki verið bankarnir sem hrundu? og reyndar segir hann líka, "bankarnir ollu hruninu". Ekki viðskiptavinir þeirra. Og
Friðrik heldur áfram;.

Við vorum báðir í góðri trú. Báðir í góðri trú. Nú kemur þú til mín og segir að eftir að lánið okkar hefur tvöfaldast eigi ég að bera allan skaðann.  Mér finnst sanngjarnt að bjóða bankanum þá »fyrirgreiðslu« að greiða helminginn af þeim kostnaði sem hann kallaði yfir mig - og satt að segja finnst mér ég bjóða vel.

ÞEIR myndu aldrei samþykkja það, segir bankamaðurinn. Þessir þeir í bönkunum nú til dags eru orðnir enn dularfyllra fyrirbæri en fljúgandi furðuhlutir segir Friðrik að lokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sammála - mjög góð grein hjá Friðriki þó tilboð hand til bankans sé kannski fullrausnarlegt þar sem þáttur bankans í hruninu er allavega svona stærðargráðu meiri en viðskiptavinanna.....

Ómar Bjarki Smárason, 12.12.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Erling Garðar Jónasson

Rétt Ómar Bjarki, hún er merkilega lífsseig ímynd lagersstjóra peninnga lageranna að það þurfi ekki framleiða vörurnar á lagerinn.

p.s. stillingar voru ekki réttar á blogginu, því er það fyrst núna sem ég sé innkomnar athugasemdir.

Erling Garðar Jónasson, 13.12.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband