Laugardagur, 12. desember 2009
Endurhæfing Sjálfstæðisflokksins er ekki hafin.
Sjálfstæðismönnum verður væntanlega kennt um allt, því þeir hafa stjórnað hér einir segir bloggari sem er sennilega varnarmaður Sjálfstæðisflokksins í Mbl bloggi sínu, í efasemdum um miður skemmtileg ummæli um flokkinn hans.
En ég vill meina að framhjá því verði ekki vikist að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum frá fæðingu flokksins og það þýðir að ekki væri rétt að reyna að halda öðru fram enn margt hafi honum orðið á eins og raun ber vitni.
Enda getur hver hugsandi íslendingur skynja hversu óglatt flokknum er í stjórnarandstöðu nú, vegna mistaka síðasta áratugar og leiðtogar hans hafa látið að því liggja að flokkurinn þurfi á endurhæfingu að halda.
Um skattamála stefnu Sjálfstæðiflokks viljum við launamenn sem minnst um fjalla svo blóðþrýstingur haldist í jafnvægi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Glöggi Erling Garðar !
"Sjálfstæðisflokkurinn verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum frá stofnun flokksins "
Laukrétt !
En aðeins til uppryfjunar.
Fyrstu 10 ár flokksins var á Íslandi kreppa - heimskreppan- endaði síðust á okkar landi . Hversvegna ? Erfið spurning. Að vísu réðu kratar og framsókn þeim áratug á landi feðranna !
Enn - hverjir leiddu þjóðlífið í þeim mestu og stærstu hagsældartímum sem þessi þjóð hefur upplifað ?
Látum nöfn flokka liggja.
Staðfestum hinsvegar, að ALDREI í sögu þessarar þjóðar hefur verið meiri hagsæld - þar til HEIMS-kreppan skall á !
Sú kreppa er ekki - þó skemmtilega margir telji - afleiðing Davíðs Oddssonar !!
Hversvegna skyldum við " launamenn" ekki vilja tala um skattamálastefnu Sjálfstæðisflokksins ??
Hefði sú stefna verið afkvæmi, ja, t.d. Samfylkingarinnar - líklega hefði hún þá verið aldeilis " brilliant" -
Svona er lífið kæri Vestfirðingur !
Minn blóðþrýstingur er býsna stöðugur - þrátt fyrir öll afglöp Jóhönnu og Co., - hann rokkar svona 135/70 ! Púlsinn ?? Nefndu hann ekki um leið og nafn Steingríms J., !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 16:19
Nei kæri Kalli Sveins svo mikinn tel ég ekki klafan frá Davíð Oddsyni að heimskreppan sé afleiðing gjörða eða ekki gjörða hans mildu stjórnarhátta.
Þrátt fyrir sakleysi hvað heimskreppuna varðar hefur Davíð sýnt svo ekki verður mótmælt af neinum hugsandi íslending að hann er sennilega stjórnfastasti allra formanna flokksins og engin er vafi um í mínu þrýstingsveika hjarta að Davíð Oddsson er ein mesti stjórnmálaskörungur, sem okkar annars óheppna þjóð hvað það varðar, hefur hefur haft til forystu síðustu 100 árin. Þess vegna er ég enn áskrifandi Mbl, ég verð nefnilega að vita hvar ég hef mikilmennið.
Þakka þér kærlega Kalli Sveins, skattastefna Samfylkingar er bara stefna enn, við heyrum um hana seinna, en púls og blóðþrýstingur er stöðugur þegar ég ræði við góða íhaldsmenn og reyndar enn stöðugri ef það eru íhaldskonur.
Erling Garðar Jónasson, 12.12.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.