SÁÁ þarfnast stuðnings okkar vegna björgunarstarfa morgundagsins.

495629a.jpgÞað er orðið ljóst öllum íslendingum að SÁÁ hefur lagt meira  af mörkum í baráttunni við afleiðingar vímuefnaneyslu en nokkur annar félagsskapur eða opinber stofnanir.

SÁÁ  hefur notað og kynnt heilbrigðiskerfinu aðferðafræði í baráttunni við vímuefnin sem hefur reynst best, þannig að þær stofnanir og félög sem taka þátt í þessari baráttu nota samhæfðar aðferðir og hafa þannig gengið fram með nothæft verkfæri við það stóra, erfiða  og þýðingarmikla verkefni sem endurreisn fórnarlamba vímuefna er.

Hafi SÁÁ  þökk fyrir þetta stórkotslegt björgunarstarf sem án vafa snertir hverja einustu fjölskyldu á Íslandi.

Nýliðna "núið" er á enda runnið og einkenni þess, fráhvarf frá mjúkum mannlegum gildum, friðhelgi einkalífsins, almennum tryggingarréttindum og jöfnuði milli landsmanna skilja eftir mikil sár og erfiðar afleiðingar í þjóðarsálinni.

Þess vegna er krafa allra landsmanna sem lifa við raunverulega jarðtengingu við fósturjörðina að stjórnmálamenn einhendi sér í raunverulega vitræna rökræðu um styrkingu varna í baráttu þjóðarinnar við afleiðingar vímuefnavandans og grundvallaratriði í því varnarstríði er að tryggja sjúkrahúsinu að Vogi umsamið og nægilegt rekstrarfé.

Ef unga fólkið að morgni framtíðar yrði spurt hvað það væri sem skipti þjóðina mestu máli þegar feigðarflan fjármálagerninga fleytti okkur að feigðarfeni, þá vona ég að svarið yrði að í landinu varð vakning samkenndar sem skapaði réttlátt samfélag með mikilli réttlætiskennd  og blómlegu atvinnulífi í sátt við auðuga náttúru landsins.

SÁÁ boða til útifundar á Austurvelli á morgun, þriðjudaginn 15. desember klukkan 17 og skorar á okkur öll að mæta og sýna þannig samstöðu. sína með baráttu samtakanna gegn áfengis- og vímuefnavandanum, Fjölmennum!!!!!!!. 

 


mbl.is SÁÁ boðar til útifundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband