Seðlabankinn gerði afdrifarík mistök.

514257a.jpgHvers vegna á að bíða með rannsókn á þessu máli, ef þetta er stærsta fjárhagslega áfallið sem við urðum fyrir í hruninu?, er verið setja það undir pólítískan hulinshjálm?.

Ríkisvaldið hafði lög og öll verkfæri tiltæk til að bankarnir störfuðu samkvæmt öllum þeim leikreglum sem þeim bar, en nú vita menn að hvorki lögum né tiltækum verkfærum var beitt, því er ríkisvaldið að minnstakosti meðábyrgt, ef ekki höfuðábyrgðaraðili stöðunnar í dag ef horft er til stjórnarskrár um hverjum er skylt að framkvæma athafnir samkvæmt lögum og hverjum ekki, þetta virðist samkvæmt ummælum viðskiptaráðherra hafa gerst með athafnaleysis Seðlabanka og ríkisstjórnar.

Þess vegna verður strax að skoða þetta.


mbl.is Afdrifarík mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já ekkert kannski eða bráðum verði hugsanleg mistök skoðuð. Þarna gerðust glæpsamlegir gjörningar aðgerðir strax takk.

Sigurður Haraldsson, 14.12.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skilanefnd á Seðlabankann!

Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2009 kl. 17:43

3 Smámynd: Erling Garðar Jónasson

Takk Sammála.

Erling Garðar Jónasson, 14.12.2009 kl. 21:44

4 Smámynd: Halldór Halldórsson

En Erling Garðar!!??

Hvað með ábyrgð "þinna" manna??  Björgvins ráðherra bankamála? Jóns Sigurðssonar, formanns stjórnar fjármáleftirlits og seðlabankaráðsmanns? Voru þetta bara saklaus peð í íhaldsstjórninni úr Valhöll??

Halldór Halldórsson, 14.12.2009 kl. 22:39

5 Smámynd: Erling Garðar Jónasson

Þakka þitt innlegg Halldór, en kannski kannast þú við leikreglur milli stjórnar Seðlabanka og Seðlabankastjórnar, þar sem stjórn Seðlabanka kom hvergi að daglegum rekstri sem var í höndum Seðlabankastjórnar þ.e. bankastjóranna. Formaður fjármálaeftirlits fór frá um leið og það var mögulegt.

Hvað varðar "minn mann" Bankamálaráherrann, taldi ég innan minna raða að hann yrði hann að segja af sér strax eftir hrunið.

Þetta mál varðar ekki persónur og leikendur, heldur það hvernig gat það átt sér stað að lánað var yfir 300 Miljarðar króna með engin veðbönd eða ófullnægjandi.

Eitt verður þú að vita að leyfi mér og hef alltaf gert að hafa í frammi málefnalega gagnrýni á "mitt fólk" hafi ég talið það nauðsynlegt út frá mínum málefna grunni. Um þetta greinir blogg mitt ríkulega allt frá að ég hóf blogg snemmsumars 2009.

Hinsvegar þá fæ ég ekki skilið gagnrýnisleysi ykkar sjálfstæðismanna á athafnir ykkar fulltrúa á frálsan og opinn máta, því ég trúi ekki fyrr en ég fæ tekið á að fullkomleiki athafna eða athafnaleysis ykkar fulltrúa sé slík að þeir þurfi enga athyggli frá ykkur.

Erling Garðar Jónasson, 14.12.2009 kl. 23:21

6 Smámynd: Erling Garðar Jónasson

Fyrirgefðu Halldór tvær stafsetningarvillur.

Erling Garðar Jónasson, 14.12.2009 kl. 23:27

7 Smámynd: Halldór Halldórsson

Stafsetningavilllur er auðvelt að fyrirgefa! En þegar það varðar framtíð heils bæjarfélags, tja! eða þjóðarinnar eins og hún leggur sig; þá segi ég alltént "BÍDDU NÚ VIÐ!"

Halldór Halldórsson, 15.12.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband