Félagsmálaráherrann verður að fara að vakna.

511475a.jpgEru þingmenn virkilega svo einfaldir að halda að okkar ofalda bankakerfi sem stjórnvöld tryggja bæði með axlaböndum og belti gegn hagsmunum almennings, vinni að raunhæfum aðgerðum til að lámarka skaðann sem bankarnir og ríkisvaldið hafa valdið þjóðinni. Hér þarf valdboð stjórnvalda á sama hátt þau beitta hinn almenna mann valdboðum til hægri og vinstri um þessar mundir, svo sem eldri borgara í skatta og tryggingarmálum.

Félagsmálaráðherrann virðist ekki hafa áttað sig á að bankarnir keyrðu sig í þrot og settu heimsmet í glannaskap með óbeinni hjálp stjórnvalda með athafnaleysi sem dró ísl. efnahag niður að feigðarfeni. Evran rúmlega tvöfaldaðist verði, þetta var ekki venjuleg gengisfelling og eða verðbólguþróun.
þetta var gjaldþrot bankakerfis með ríkulegri aðstoð og frumkvæðis stjórnvalda sem í framhaldi á og verður að skila lánakjörum til baka að upphaflegum forsendum.

Ofangreind rök voru notuð fyrir setningu neyðarlaganna þar sem innistæður, ótakmarkaðar, voru tryggðar af ríkissjóði.
Spurningin sem Félagsmálaráðherrann verður að svara er hvort Neyðarlögin leiði ekki af sér það andlag að óeðlileg hækkun skulda vegna hrunsins skuli greidd af sama tryggingarsjóði. Reglur stjórnarskrár um jafna stöðu fólksins setja skorður á hve langt má ganga í mismunun.
mbl.is Gagnrýna hægagang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband