Föstudagur, 18. desember 2009
Ég sem hélt að annir Alþingis væru næsta óviðráðanlegar.
Það virðist skorta töluvert á að afkastageta Alþingis sé með gjörgæslu bráð nauðsynlegrar verkstjórnar, þetta var hreinn og beinn sandkassa slagur í dag með engum pólitískum ágóða, meðal annars kom ítrekað fram að þingmenn þykjast eiga erfitt með að skilja að allir skattar á þjónustu fyrir almenning er skattur á almenning. Þannig er það og hefur alltaf verið.
Ég var farinn að vorkenna þingmönnum að þeir næðu ekki tímanlega heim í jólamatinn en nú finn ég að þeir sjálfir hafa litlar áhyggjur og virðast bara skemmta sér vel yfir verulega miklum önnum við mikinn tímaskort.
Umræðan hefði betur átt fjalla um nauðsyn aukinnar skattheimtu með nýjum skattstofnum en brenglun í nafngiftum þeirra.
Árni Johnsen, sagði m.a. frumvarpið væri einstök flétta af heimsku og valdníðslu og svívirðileg árás á atvinnulífið í landinu. Ekkert uppbyggilegt væri í því, engin markmið og metnaður til að komast af stað. Árni sagði Steingrímur svaraði ekki gagnrýni sinni því hann væri algerlega buxnalaus í málflutningnum.
Þetta er nýi sturtuskatturinn," sagði Ragnheiður Elín og sagði að kalla ætti hlutina réttum nöfnum.
En það er einn hópur á þessu landi, sem aldrei á að gleyma hvað gerðist hér á landi haustið 2008 og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta hrun var sérstaklega á ábyrgð og í boði þess flokks og það þýðir ekki að koma hér upp og tala um bráðnauðsynlegar aðgerðir til að takast á við erfiðleikana sem hrunið skilur eftir sig og láta eins og ekkert hafi gerst," sagði Steingrímur.
Hart deilt á umhverfisskatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Erling Garðar
Þú verður að viðurkenna að leggja þessa skatta á hreint rafmagn og jarðhita er heimskulegt, nær hefði verið að lækka launin á þingmönnum og ráðherrum niður í það sem verkin segja, núll.
Einar Þór Strand, 18.12.2009 kl. 18:49
Já Einar þetta er allt mjög heimskulegt að mínu mati, allar aðgerðir sem sem flækja skattkerfið innri kostnað fyrir atvinnulífið.
Það hefði verið auðveldara að minnka svolítið allt snobbið í umbúðakostnaði samfélagsins, m.a. menningarmálum kostnað við rekstur þing og stjórmálaflokka og.fl. og.fl.
Erling Garðar Jónasson, 18.12.2009 kl. 20:20
Já Einar þetta er allt mjög heimskulegt að mínu mati, allar aðgerðir sem sem flækja skattkerfið auka innri kostnað fyrir atvinnulífið.
Það hefði verið auðveldara að minnka svolítið allt snobbið í umbúðakostnaði samfélagsins, m.a. menningarmálum, kostnað við rekstur þing og stjórmálaflokka og.fl. og.fl.
fyrirgefðu vantaði eitt orð......
Erling Garðar Jónasson, 18.12.2009 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.