Söguhetjur Íslands "Sægreifarnir".

Það var mikill ljómi yfir peninga spilurunum okkar síðustu árin og þeir voru mærðir án afláts af okkar lýðkjörnu stjórnvaldshöfum. Enda léku þessir snillingar leiki sem gáfu ævintýralegan gróða með leifturhraða meira eða minna allan síðasta áratug. Þar voru allir að græða en engin að tapa sögðu menn. Þar var eilífðarvélin loksins orðin til. En  var það svo?.

Ekki frekar enn áður tókst smíði vélarinnar og eftir situr þjóðin í skuldasúpu sem jaðrar við þjóðargjaldþrot, þá sérstaklega útgerðin, sem hlýtur að vera mikið áhyggjuefni. Því enn á ný verða íslendingar að lifa á arði fiskveiða.

Og menn spyrja, er allt að fara norður og niður einu sinni enn?. Í niðursveiflu tíunda áratugar síðustu aldar tapaði bankakerfið 64 miljörðum króna vegna útgerðar og í tveim fyrri á áttunda og níunda varð að bjarga útgerð og fiskvinnslu hringinn í kring um landið með skuldbreytingum á 30-40 veðrétti í svokölluðum eignum þeirra.

Auðvita var komið að bankakerfinu að tapa, útgerð og fiskvinnsla hafði verið mergsoðin af leigugjaldi bankana í áratugi. Það var  því neyðarráðstöfun að efla kvótakerfið og renna heilbrigðum stoðum undir útgerðina, ekki bara til að vernda fiskinn í sjónum, það varð að tryggja fjárhagslegan grundvöll útgerðarinnar og þar með var frjálst framsal fiskveiðiréttinda nauðsynlegt.

Auðvita hefði verið hægt að búa til leikreglur sem tryggði hagsmuni sjávarbyggðanna í stað hagsmuna útgerðanna eingöngu, en það var ekki gert og við það situr, því miður.

Verkefnið hlýtur að vera það að standa að breytingum sem tryggja óskorað eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni, forsvaranlega umgengni um fiskimiðin og hagkvæma nýtingu með eðlilega hagnaðarvon að leiðarljósi. En umfram allt verður sanngirni að ráða ferðinni þegar breytingar eru gerðar á lögum um stjórn fiskveiða og hafa verður að leiðarljósi hagsmuni þeirra byggða sem eiga allt undir fiskveiðum.

Það er hárétt hér á ekki að hengja bakara fyrir smið, því við náum engu landi með byggðamálin ef við eyðum dýrmætum tíma í karp um atriði og leikreglur sem nú er í fullu gildi og einstaka menn hafa notað öðruvísi en ætlað var, þegar reynt er að ná sáttum um heilbrigða stefnu í stjórnun fiskveiða, það er ekkert gagn af slíkri þrætubók. Enda dæmir allt slíkt hjal þá menn úr leik sem telja það sé sínum málstað til bóta að sá fræjum tortryggni.

 

Alþingi setti leikreglurnar,og sjávarbyggðum blæðir, Alþingi ber ábyrgðina, og Alþingi verður að smíða nýjar leikreglur, svo einfalt er það. Það eru ekki vondir útgerðarmenn eða óprúttnir sjómenn sem eru dragbítar á hagsmunum sjávarbyggðanna í þessu máli. Allt sem þeir eru að gera er að vinna vinnu sína af trúmennsku og ábyrgðarkennd sem einkennt hefur þessar stéttir báðar svo lengi sem ég man eftir, og hef lifað á arði þeirra ennþá lengur bæði sem sjómaður og landkrabbi eins og aðrir Íslendingar. Þeir verða að hámarka arðinn sem mest má á grundvelli aðferða sem lög mæla fyrir um, enda búa þeir ekki við ríkisstyrktan sjávarútveg eins og víðast er í hinum vestræna heimi. Þegar grannt er skoðað eru það einmitt útgerðarmenn og sjómenn sem berjast hörku baráttu á hverjum degi til að vernda búsetuskilyrðin í sjávarbyggðum hringinn í kringum landið en alltof fáir aðrir, því miður. Þetta geta t.d. Seyðfirðingar tekið undir, þeir þekkja allir þá miklu alúð sem stærsta útgerðin þar, Gullbergs útgerðin hefur haft í frammi til að heildarhagsmunir Seyðfirðinga væri leiðarljós í útgerðinni allt frá stofnun hennar fyrir 37 árum.

" Við hækkandi sólris þær hetjur ég sé

  sem hófu í myrkrinu frelsins óð,

  og mynduðu skjaldborg um vonanna vé

  og vorperlum stráðu á öreigans slóð,

  og hugheilar lögðu fram ævina alla

  í annan hvorn þáttinn; að sigra eða falla"

(Jóhannes úr Kötlum Söguhetjur Íslands)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband