Þegnar þagnarinnar. Samtök aldraðra.

p1010136.jpgp1010134.jpgSíðastliðinn föstudag var haldin framkvæmdarathöfn á lóðunum Sléttuvegur 29 og 31 vegna upphafs áfanga byggingarframkvæmda með fjölmennri þátttöku byggjenda og félaga í samtökunum.

Erling Garðar formaður samtakanna flutti ávarp, þar sem öllum þeim sem aðstoðað hafa Samtök aldraðra við undirbúning framkvæmdanna á síðastliðnum árum þá sérstaklega í þeim erfiðleikum sem upp komu vegna bankahrunsins voru færðar þakkir Samtaka aldraðra.

Sóknarprestur Grensássafnaðar Sr. Ólafur Jóhannsson stjórnaði athöfninni og fór með bænir fyrir velferð framkvæmdanna og væntanlegra íbúa húsanna. Framlag Sr. Ólafs lagði veglegan ramma um athöfnina og í hug og hjarta viðstaddra.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson forseti borgarstjórnar tók fyrstu tvær skóflustungur  jarðvegsframkvæmda, enda eðlilegt að hafa í frammi á táknrænan hátt meira en tuttugu ára samfylgd hans með Samtökum aldraðra og störf fyrir eldri borgara í höfuðborginni.

Vilhjálmur flutti stutt ávarp þar sem hann flutti samtökunum þakkir borgaryfirvalda fyrir þeirra framlag í öldrunarþjónustu í borginni og minnti á það mikla traust sem Samtök aldraðra hefðu áunnið sér með sínum framkvæmdarafrekum á síðustu tæpu fjörtíu árum.

Að lokinni athöfn var boðið uppá kaffi og tertu í foranddyri Grensáskirkju.

Jón Ármann Héðinsson tók myndir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband