Skattapúkinn er tortímandi allrar upprisu.

skjaldamerki_islands.jpgBlóðugur niðurskurður ríkispúkanna var miklu öflugri aðgerð.

Púkarnir á fjósbitanum eru margir og vissulega pólitískt erfitt fyrir ríkisstjórnina að kveða fólin niður, svo sem menningarsnobbið og ofmönnuð ríkisfyrirtæki og stofnannir, en sýnir nú með samþykkt skattabandormsins að hún þorir ekki í slag á fjósbitanum.

Ríkistjórnin hefur nokkra sagnfræðinga innanborðs, en sem betur fer ekki marga hagfræðinga.

Jóhanna ætti að biðja þá, þ.e. sagnfræðingana, að skoða hvernig Svíar komust efnahagslega sterkust þjóða frá heimskreppunni 1929-1932. Wigforss kenningin segir einfaldlega betra að ríkisjóður framleiði eldspítur sem veiti atvinnu í kreppunni en seljist síðar, eða með öðrum orðum, ríkið styrki framleiðslufyrirtækin til að viðhalda sinni framleiðslu á samdráttartíma en ríkið forðist að auka skattbyrði þeirra.

Wigforss var fjármálaráðherra svía 1925-1926, 1932-1936, og 1936-1949. Hann var ekki hagfræðingur, en dósent í norrænum fræðum við Háskólan í Lundi. Ég var svo heppin að hlýða á tveggja tíma fyrirlestur Wigforss í Malmö 1963 á stofnfundi Nordisk sosialdemokratisk ungdom. Ekki leyndi sér aðdáun Tage Erlander og Ole Palme á þessum mikla fræðimanni í kynningarorðum þeirra til ungafólksins á þessum ágæta fundi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband