Föstudagur, 30. apríl 2010
Við þurfum menningarbyltingu í stjórnmálastörfin til að brúa okkur burt frá óreiðu fortíðar.
Ég tek undir með Hönnu Birnu borgarstjóra um hugmynd hennar um "þjóðstjórnar" starfshætti í borgarstjórn. Við notuðum þetta vinnulag í sveitarstjórn Egilsstaða allt fram að áttunda áratuginn og reyndist mjög vel.
Það er nefnilega krafa allra landsmanna sem lifa við raunverulega jarðtengingu við fósturjörðina að stjórnmálamenn leggi af innantóma þrætubókarlist sem einkennt hefur íslenska stjórnmála umræðu allan lýðveldistímann og einhendi sér í raunverulega vitræna rökræðu um endurreisn og styrkingu varna í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Við viljum breytingar frá tug ára stjórnmálaóreiðu á Íslandi með menningarbyltingu í stjórnmálastarfi.
Við þökkum forsjóninni, óþreytandi frumkvöðlum og því að við búum Ísland, við búum við verðmæti og við eigum öryggi, og við verðum að taka undir heróp Einars Ben:
Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasta hamar. Vaknaðu, reistu þig lýður míns lands.
Við erum vöknuð og viljum virkilega upp á dekk og eigum að hafa hátt...!
Við viljum þjóðarsátt til að brúa okkur burt frá óreiðu fortíðar.
Við viljum stjórnmálamenn og konur sem kunna að greina hinn daglega vanda, kunna samræðulist stjórnmála, kunna að leysa það næsta óleysanlega með samstarfi og samræðu hagsmuna hópanna.
Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann, það er menningin, íslenska þjóð! (Jóhannes úr Kötlum)
Fimmtudagur, 29. apríl 2010
Af hverju lentuð þið í hálvelgju og hiki landsbyggðarmenn?.
Hver hefur ekki hlustað á þingmenn stór reykjavíkursvæðisins hafa í frammi í umræðu nauðsyn miðstýringar stjórnsýslu og skipulagsmála mið-hálendis landsins og yfirtaka með þeim hætti skipulagsvald viðkomandi sveitarfélaga.
Og hver hefur ekki orðið var við að borgarstjórn Reykjavíkur hefur í frammi öfluga gæslu svo litlar sem stórar ríkistofnanir verði ekki fluttar frá Rvk-svæðinu út á landsbyggðina.
Þetta ásamt svo mörgu, mörgu öðru, hefur orðið til þess að fólk á landsbyggðinni er að greiða fyrir farmiða á fyrsta farrými á íslensku þjóðarskútunni en er holað á þriðja farrými í skilningi opinberar þjónustu, hún er ekki fáanleg nema að greiða mikinn viðbótarkostnað hvort sem horft er til heilbrigðisgeirans, menntageirans, orkugeirans, menningargeirans eða annarrar þeirra þjónustu sem landsbyggðarfólk á rétt á. Dreifbýlisfólk þarf að virkja afl sitt til varnar hagsmunum sínum og hverfa frá langvarandi hugsjónaflótta.
"---- Hvort lentuð þið þá í hálfvelgju, hiki
og hugsjónaflótta, góðir menn?
Hefur viljinn, sem bjó í þeim dáðfúsum draumum,
sig dregið í skel fyrir vaxtarins straumum
Þeir svari, sem vilja. En sjá hér er landið !
Og sjá hér er fólkið ! Hvað vottast þar ? ---"
(Jóhannes úr Kötlum)
Að þessu verður best unnið með því að líða neinn ekki órétt, og krefjast umræðu um byggðarmál og opinbera þjónustu ásamt með endurskoðun skattalaga með það í huga að jöfnun fáist í sköttum vegna ójöfnunar í þjónustu.
Miðvikudagur, 28. apríl 2010
Ritstjórinn er orðinn þreyttur á villugjörnum stjórnvöldum.
Stjórnvöld þessa lands hafa siglt þjóðarskútunni á sker hvert annað andartak á söguskeiði lýðveldistímans, á og eftir mestu góðærum þeirra sögu.
Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.". Sagði merkur ritstjóri og þjóðþekktur þjóðfélagsrýnir nýlega.
Af þessu má leiða að stjórnvöld þurfi einhverja öðruvísi siglingafræðinga til að lóðsa þjóðarskútunni framhjá skerjum pólitískra skerjagarða, en notast hefur verið við síðustu fimmtíu ár að minnsta kosti.
Hinn pólitíski vandi er þó mikill við val á siglingafræðingum, VG og íhaldið kalla bara Úlfur, Úlfur, ef minnst er á að nýta okkur siglingafræði EB, og fullyrðingaflóðið og pólitíska hvít lygin streymir í Amason stærðum frá þessum frómu flokkum um alla gallanna, engir kostir, bara Úlfur, Úlfur.
Þetta er nákvæmlega sama pólitíkin og þegar íslendingar völdu Dani fyrir skotskífu með skemmda mjölinu, til að hlúa að nauðsynlegri þjóðerniskennd. Úlfur, Úlfur.
Auðvita og umfram allt viljum við Íslendingar vera frjálsir og fullvalda og taka þátt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu - baráttu sem aldrei lýkur. En það þarf ekki að brýna með stórskemmandi svart-hvítri lygi fyrir óskemmdum íslendingum.
Þriðjudagur, 27. apríl 2010
Orkuverðs hugsjónir „Þjóðarbetrunga“.
Hugleiðing fyrir"þjóðarbetrunga".vegna orkuverðs hugmynda þeirra.
Þjóðarbetrungar"eiga myndarlegan bæjarlæk, þessa auðlind vilja þeir auðvita nýta.
Útreikningar sýna að hægt sé að ná 10 mega wöttum af afli frá þessari virkjun, virkjunarkostnaður 100 miljónir króna fyrir hvert mega watt í slíkri virkjun. Virkjunarkostnaður því 1 miljarður króna.
Vatnsmagnið er mjög stöðugt allt árið og miðlun er mjög vænleg, hámarks orka á ári er því =10x8760=87600 mega watt tímar. 8760 er heildar klukkustundafjöldi á ári.
Lánið sem í boði er í bankanum ber 10% vexti, árskostnaður fjármagns því 100 miljónir króna. Lánið á að greiðast upp á tíu árum sem er 100 miljónir króna á ári, Jafnaðarvaxtakostaður á ári ca. 50 miljónir króna á ári. Þar með er heildarárskostnaður(H) =vextir+afborganir +rekstur. Rekstrarkostnaður er 2% af byggingarkostnaði á ári.
H=50+100+20= 220 miljónir króna á ári. Hver mega watt tími fyrstu 10 árin kosta með 100% nýtingu því =170 000 000/87600= 1940.64 krónur eða 1.95 króna @ kílówattstund.
Þjóðarbetrungar" fara í markaðsleit og kemst að því að blönduð notkun á markaðnum hefur að hámarki 3000 klukkustunda nýtingu. Fyrir þann markað þyrfti virkjunin að fá =170 000/3000= 57 krónur @ kílówattstund fyrstu tíu árin. Næstu 10 árin 20 000/3000=6.66 krónur @kílówattstund. Sem er nálægt smásölu verðinu á Íslandi í dag. Þessa virkjun þyrfti því miklu lengri afskriftar tíma en tíu ár
Þjóðarbetrungar"komast líka að því að einhver stórnotandi(t.d. álver) sé á markaðnum sem þarfnast 10 mega watta afls í tíu ár og þurfi að nota aflið hverja einustu klukkustund ársins og vill greiða 3.90 krónur fyrir hverja kílówattstund sem framleidd er, nettó niðurstaða = virkjunin afskrifuð á tíu árum og 1 miljarður í hagnað.
"Þjóðarbetrungarnir" eru skynsamt fólk sem er auðvitað hlaðið og þrúgað af hugsjónum, þegar í hendi gæti verið einn miljarður króna til að gambla með á markaði eða til að styrkja og efla atvinnulífið í landinu með háum arði um allan 100 ára lámarkslífstíma virkjunarinnar í bæjarlæknum með 7 krónur á kílówattstund, sem er í markaðsverði" þar með geta þeir verið velunnarar allra þjóðarinnar um mjög langa framtíð.
Þriðjudagur, 27. apríl 2010
Skuldaskil við almenning.
Á seinni hluta síðustu aldar, voru skuldaskil landsfeðra fyrir útgerð og fiskvinnslu nánast árstíðarbundin aðgerð, veðbönd sá ég á 45 veðrétti.
Þetta gerðu landsfeður að eigin sögn af neyð.
Landsfeður og mæður eiga ekki að þurfa spyrja okkur, almenning, hvað eigi að gera.
Þau eru valin af okkur til að gera það sem þarf að gera, sérstaklega ef að líkur séu á að frumskógarlögmál verði neyðargrunnur almennings. Neyð krefst neyðarráðstafanna.
Lánveitendurnir hafa búið við axlabönd og belti að tilstuðlan og með þátttöku ríkisvaldsins, með allt sitt á þuru, búið við vaxtamun svo ríflegan að hvergi í heiminum fannst annað eins. Þeir verða einfaldlega að setjast niður með skuldurum og leysa málin með þeirri reisn sem þeim sæmir og þeirra framtíð byggir á.
Ríkistjórn, byrjið samstarfið með stæl. Hysjið buxur lánveitenda upp. Lausn á skuldavanda heimilanna þolir ekki lengri bið.
Hver vill bera kostnað af þeim blóðuga harmleik sem gjaldþrota fjölda heimil getur leitt af sér?. Það stendur upp á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að svara því með aðgerðum, væl dugar ekki lengur.
Mánudagur, 26. apríl 2010
"Svart hvíta hetjan mín Ragnar Reykás".
Við verðum að kasta út í hafsauga svart hvítu stjórnmálamenningu okkar, við höfum ekki efni á henni lengur, tími málamiðlunar stjórnmála er upprunninn með þjóðarsátt af 89 gerðinni. Það er einfaldlega lífspursmál fyrir efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Því við viljum áfram vera Íslendingar og verðum sem slíkir að taka þátt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu - baráttunni sem aldrei lýkur .
Verkfærin okkar eru náttúruauðlindir, gróðurlendið, miðin og orkulindirnar ásamt þeim mannauði í vel menntuðu og framtakssömu fólki sem skapar grunn fyrir sjálfbært efnahagskerfi við kraftmikla reisn ef skynsamlega er að farið.
Niðurstaða skoðana kannanna sýnir svo ekki verður um villst að vel hefur tekist til hjá svart hvítu hetjunum Rauðhettuflokkanna að planta hræðsluáróðri í landsbyggðar kjördæmunum, þar hefur herópið Úlfur, Úlfur um aðildarviðræður við EB komist vel til skila.
Við eigum ekki að taka á þessu brýna máli með minnimáttar eða vanmáttarkennd, eða fíflagangi vegna núverandi ástands. Við verðum að hafa aðgang að sömu verfærum og þjóðir sem við erum í samkeppni við. Við höfum ekki efni á að búa til viðskiptahindranir á okkar bestu mörkuðum.
Við erum að öllu leyti vel búin til viðræðna, af fullri einurð og sjálfsvirðingu.
Við vitum hver okkar samningsmarkmið eru. Við vitum hinsvegar ekki samnings niðurstöðu, fyrr en á reynir.
Við erum þá þegar komin í þá stöðu að við getum ekki sett skýklappanna á hausinn og sagt ekki meir, ekki meir af heimótta. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við verðum að láta af hræðslu og ótta við náið samstarf við viðskiptalönd okkar, bæði félagslega og fjárhagslega þegar það er hagkvæmt fyrir heildar hagsmuni okkar.
Og munið, að stjórnvöld annast samningsgerð og ef þau telja að samningsgrunnurinn sé okkur hagstæður verður hann lagður fyrir þjóðina og þjóðin hefur síðasta orðið.
Mánudagur, 26. apríl 2010
Jarðsambandslaus yfirboð, draumsýnir eða hatursherferðir er ekki matarkistur.
Við landsmenn og líka nýtingar menn náttúruauðlinda, sjómenn og virkjunarsinnar, höfum stritað eins orkan leyfir á hverjum tíma á hagrænan hátt en með hina hagrænu náttúruvernd í huga sem felst í að stuðla að hæfilegri nýtingu og koma í veg fyrir rányrkju eða spjöll á auðlindum og hlunnindum lands og sjávar svo að heimsathygli hefur verið vakin á okkar ríkidæmi . Stjórnleysið efnahagsmála síðasta áratug og rányrkja útrásarvíkinga í peningahirslum bankanna eða taumlaus blekkingarvefur, draumsýnir og yfirboð náttúrulausra náttúruverndarsinna sem fá árlega á fjárlögum 2 miljarða krónur í herkostnað gegn fólkinu í landinu, munu aldrei geta rænt af okkur sjálfræði og efnahagslegu sjálfstæði. Sjáið þið til, hin almenni atvinnurekandi og launamaður sem eru krossfestir í óáran íslenskra peningamála mun aldrei framar ljá því hug eða heyrn að blekkjast af jarðsambands lausum yfirboðum.
Við þökkum forsjóninni, óþreytandi frumkvöðlum og því að við búum Ísland, við búum við verðmæti og við eigum öryggi, og við tökum undir í herópi Einars Ben: Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasta hamar. Vaknaðu, reistu þig lýður míns lands".
Við erum vöknuð...! og við vitum að við eigum mjög stórar og vel fylltar matarkistur sem allir landsmenn eiga rétt til fyrir skjól, fæði og klæði.
Við, kynslóðin sem er að fara í hvíld skilum þannig landinu ríku, ennþá fallegra landi og miklu öruggra landi enn áður, við erum stolt og hreykin.
Ég er mjög stoltur því að við gátum skapað skilyrði fyrir fleiri listaspírur, aukið framlegð á háskólamenntuðu fólki og haldið uppi menningarlífi sem miljónaþjóð.
Það er stórkostlegt að þurfa ekki að veiða fisk fyrir 70-120 miljarða króna á ári til að kaupa olíu fyrir landsmenn til ljósa og hita.
Ánægjan með ríkidæmið er eins og ánægjan eftir að ég hafði dansað síðasta dans við stelpuna á Ölver fyrir meira en hálfri öld, því þótt hún væri hreinasta hreina hreinlífið í mínu umhverfi það kvöld, dansaði hún síðasta dans við þennan rafveitustrák.
Þetta er dásamlegt land sem veitir okkur allt þetta, svo að við getum gert ýmislegt annað og haft efni á. En þetta hefur okkur tekist með því að nýta og nota rétt náttúruauðlindir landsins til sjávar og sveita. Skoðum hval en veiðum hann líka. Öll önnur tilboð eru yfirboð og draumsýnir.
"Hvað er ég? Hvað ert þú? Hvað er hún? Hvað er hann?
Sama hönd, sama önd, sama blóð.
Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann, það er menningin, íslenska þjóð"! (Jóhannes úr Kötlum)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. apríl 2010
“Hvílíkt heimskunnar vald ræður vilja þess manns---"
Þá eru við að nálgast "helvítis grjóthólmann" sagði kokkurinn um leið og hann einhenti slyngu listum eldavélarinnar á sinn stað svo pottarnir færu hvergi þegar skipið lyftist um leið og siglt var yfir á landgrunskantinn. Þetta var ástarjátning skapstirðs matsveins til ættarlandsins, það var bara ekki hægt að orða hana öðruvísi í hóptilveru karlrembu skipshafnarinnar. Engan þekkti ég á þeim árum meiri föðurlandsvin en þennan kokk, en síðan hef ég skynjað að eitthvað færir okkur íslendinga í meiri huglæg tengsl við fósturlandið en nokkra aðra þjóð sem ég þekki til. Ástæðan gæti verið hið sérstæða hugarfar eybúa, einangrun fyrri kynslóða eða bara náttúrulegar ástæður. Eldur og ís, binda land og þjóð saman sterkum böndum. Þjóðskáldið Jóhannes úr Kötlum lýsir þessum tilfinningum svo vel í kvæðinu; Þegar landið fær mál. Þar er það landið sem talar til þjóðarinnar í bæði mjúku og myrkvuðu máli, gefur ráð og kastar fram spurningum til umhugsunar.
"Hvílíkt heimskunnar vald ræður vilja þess manns,
sem knýr veikari bróður á hjarn,
og sem gína vill einn yfir auði síns lands,
- hann er ekki minn sonur, mitt barn!"
Það hefði verið sársaukafullt fyrir þennan kokk og fyllt hann reiði, að upplifa afleiðingar af valdi heimskunnar á liðnum áratugum og enn sársaukafyllra að finna að í upprisu tilraunum þessa daganna ræður "heimskunnar vald" ótrúlega miklu í vinnu stjórnvalda.
Hann vildi áræðanlega taka þátt í að brjóta hverja þá ógnaröldu er á þjóð okkar kunni að skella - eins og harðar bergnasir okkar sæbröttu strandar brjóta þungar og svalar öldur Atlantshafsins. Hann hefði líka viljað efla samkennd og réttlæti með þjóðinni, skapa aðstæður til þjóðarsáttar um endurreisn á grundvelli hagsmuna heildarinnar en ekki sérhagsmuna.
Hann var "kreppubarn" sem upplifði hörmungar seinni heimstyrjaldar við sjómennsku og lagði þar sitt af mörkum til að brauðfæða þjóðina við erfiðari aðstæður en nú ríkja.
Mánudagur, 26. apríl 2010
"Sem dropi breytir veig heillar skálar".
Sem dropi breytir veig heillar skálar.
Í heilstæðri löggjöf um málefni aldraðra nr. 125/1999 segir um tilgang lagana;
Lögin fela í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt.
Já elliheimilisformið með sviptingu sjálfstæðis og sjálfræðis eða verða hornreka og íþyngjandi heimila barna sinna er ekki lengur bjóðandi eldri borgurum þroskaðrar þjóðar segja þessi lög. En hvernig skyldu efndir lagana vera?.
Samtök aldraðra hafa sýnt og sannað á 38 ára starfstíma sínum að hafa axlað sína ábirgð í sameiginlegri baráttu opinbera aðila og samtaka eldri borgara fyrir þeirri grundvallar þörf hvers eldri borgara að búa við félagslegt öryggi og heilbrigðis þjónustu, við sem minnstan samfélagskostnað þegar haldið er að ævikvöldi. Aldraðir eiga sem aðrir að geta valið hvernig þeir vilja haga lífi sínu í leik og starfi. Auðvitað á að virða sjálfræði eldri borgara við val á þjónustu þegar þeir þurfa á stuðningi samfélagsins að halda. Þetta á ekki síst við um að auðvelda sjálfstæða búsetu eins lengi og kostur er með öflugri heimilis, hjúkrunar og félagslegri þjónustu .
Auðvitað þarf að vera til hjúkrunarvist fyrir eldra fólk þegar þess gerist þörf eins og fyrir aðra þegna samfélagsins. En hafa skal í huga að heimahjúkrun fyrir eldri borgara, lækkar kostnað samfélagsins um þrjá miljarða króna á ári samkvæmt nýlegum opinberum tölum.
Samtök aldraðra voru stofnuð þann 29 mars 1973, stofnfélagar voru 450. En nú eru félagar hátt í fjögur þúsund. Fyrsta grein laga félagsins hvað á um að félagið héti Samtök aldraðra og í þriðju grein var tilgangur félagsins greindur í fimm liði;
1.Stuðla að byggingu hentugra íbúða fyrir aldraða. Stjórn skipar byggingarnefnd.
2.Vinna að aukningu á sjúkrarýmum fyrir aldraða sem þurfa hjúkrunar við.
3.Stuðla að bættri þjónustu hins opinbera við aldraða í heimahúsum.
4.Stuðla að samvinnu við hliðstæð félög innlend og erlend.
5.Vinna gegn því að öldruðum sé íþyngt með óeðlilegum skattaálögum.
Þótt vægi markmiðana hafi breyst í takt við þróun og þarfir eru þetta enn megin markmið.
Það er og hefur frá fyrstu tíð svo sannarlega verið metnaðarmál Samtaka aldraðra að búið sé að eldri borgurum við þær aðstæður og þjónustu sem miðist við einstaklingsbundnar þarfir og best fáanleg gæði í eigin íbúð við sem lægstan kostnað. Samtök aldraðra hafa byggt 14 fjölbýlishús með 415 íbúðum í góðri samvinnu við og í mikilli sátt við borgar yfirvöld. Húsin eru öll í glæsilegu og hentugu umhverfi, með sérhönnuðum íbúðum fyrir umgengis þörf eldra fólks, ásamt með sameiginlegum þjónusturýmum til félagslegra athafna. Meðalaldur íbúa í íbúðum sem byggð hafa verið fyrir tilstuðlan Samtaka aldraðra er mjög hár í samanburði við þjónustu íbúðir sem reknar eru með fjármagni ríkisins og er það mjög umhugsunar verð staðreynd.
Það er líka nauðsynlegt að halda á lofti þeirri staðreynd að öllum áðurnefndum íbúðum hefur verið skilað til íbúðar eiganda við verð sem helst má líkja við kostnað fyrri tíma við byggingu eigin íbúðar, þar sem allt var byggt með eigin hendi.
Þannig varð brúttó verð hvers fermetra á Sléttuvegi 19-23. 127,8 þ.krónur við afhendingu í apríl 2007. Hvernig var þetta hægt? spyrja menn gjarna. Jú með því m.a. að félagar samtakanna leggja fram mikla sjálfboðavinnu við alla umsýslu byggingarframkvæmda og með mikilli heppni í verktaka vali.
Erling Garðar Jónasson formaður stjórnar Samtaka aldraðra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. apríl 2010
Er "Ríkisvaldið" virkilega aðeins formenn ríkisstjórnarflokkanna ??????.
Steingrímur Ari segir að vinnubrögð við einkavæðingu bankanna væru hluti af því almenna virðingaleysi sem væri hér á landi í umgengni við settar reglur. Menn viku reglunum til hliðar á rauninni ógegnsæjan hátt, þ.e.a.s reglunum var ekki bara breytt heldur voru þær settar til hliðar. Þetta gerðist innan bankanna og er enn að gerast í okkar þjóðfélagi. Við erum með reglur, en leyfum okkur - það er eins og það sé í kúltúrnum - að setja þær til hliðar."
Steingrímur Ari sagðist ekki vera að halda því fram að lög hefðu verið brotin í tengslum við söluna. Ríkisendurskoðun hefði staðfest að ráðherrunum hefði verið heimilt lögum samkvæmt að víkja reglum til hliðar.
Ríkisvaldið ( sem virðast fyrst og síðast frá lýðveldisstofnun vera formenn ríkisstjórnarflokkanna) hafi haft lög og öll verkfæri tiltæk til að bankarnir störfuðu samkvæmt öllum þeim leikreglum sem þeim bar, en nú vita menn að hvorki lögum né tiltækum verkfærum var beitt, því er ríkisvaldið að minnstakosti meðábyrgt, ef ekki höfuðábyrgðaraðili stöðunnar í dag ef horft er til stjórnarskrár um hverjum er skylt að framkvæma athafnir samkvæmt lögum og hverjum ekki, eins og fram kemur í skýrslu um hrunið.
Það er eins og þingmenn séu svo einfaldir að halda að okkar ofalda bankakerfi sem stjórnvöld tryggja áfram, bæði með axlaböndum og belti, gegn hagsmunum almennings, vinni að raunhæfum aðgerðum til að lámarka skaðann sem bankarnir og ríkisvaldið hafa valdið þjóðinni.
Hér þarf valdboð stjórnvalda á sama hátt þau beita hinn almenna mann valdboðum til hægri og vinstri um þessar mundir, svo sem eldri borgara í skatta og tryggingarmálum.
Félagsmálaráðherrann virðist ekki hafa áttað sig á að bankarnir keyrðu sig í þrot og settu heimsmet í glannaskap með óbeinni hjálp stjórnvalda með athafnaleysi sem dró ísl. efnahag niður að feigðarfeni. Evran rúmlega tvöfaldaðist verði, þetta var ekki venjuleg gengisfelling og eða verðbólguþróun.
þetta var gjaldþrot bankakerfis með ríkulegri aðstoð og frumkvæðis stjórnvalda sem í framhaldi á og verður að skila lánakjörum til baka að upphaflegum forsendum. Ofangreind rök voru notuð fyrir setningu neyðarlaganna þar sem innistæður ótakmarkað voru tryggðar af ríkissjóði.
Réttlætið hlýtur líka jafnræðisreglum stjórnarskrár.
Ofangreind rök voru notuð fyrir setningu neyðarlaganna þar sem innistæður, ótakmarkaðar, voru tryggðar af ríkissjóði.
Spurningin sem Félagsmálaráðherrann verður að svara er hvort Neyðarlögin leiði ekki af sér það andlag að óeðlileg hækkun skulda vegna hrunsins skuli greidd af sama tryggingarsjóði. Reglur stjórnarskrár um jafna stöðu fólksins setja skorður á hve langt má ganga í mismunun.
Þetta var pólitísk ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |