Þriðjudagur, 15. desember 2009
Kemur þetta virkilega íslendingum á óvart, því tvöfalt siðgæði er ógeðslegt.
Ef við íslendingar hefðum verið beittir þeim þjófnaði sem inneignaraðilar í
Bretlandi og Hollandi urðu fyrir, myndu við ekki ætlast til þess að okkar stjórnvöld myndu nota öll tiltæk verkfæri til að ná þýfinu til baka????????.
Ef svarið er nei, þá er það vísvitandi lygi.
Icesave-samningur forsenda fyrir endurskoðun hjá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 14. desember 2009
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar kveðst vera á förum.
Maður kemur í mans stað segir einhversstaðar þótt ljóst sé að erfiðara er að feta í fótspor eins en annars.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í maí n.k.. Þessi ákvörðun Vilhjálms settur ugg í brjóst allra þeirra sem hafa unnið að málefnum eldri borgara í höfuðborginni því segja má að í næsta þrjá áratugi hefur Vilhjálmur verið stoð og stytta allra félagasamtaka sem unnið hafa að málefnum sem snerta eldri borgara.
Samtökum aldraðra er ljóst að með ákvörðun Vilhjálms er horfin úr borgarstjórn í júní n.k. sá borgarfulltrúi sem mest og best hefur staðið vörð velferð eldri borgara á þann veg að þeirra ævikvöld væri lifað með reisn og sjálfstæði við trygga þjónustu Reykjavíkurborgar við heimili þeirra og heilsuvernd.
Við sendum Vilhjálmi þakkir og góðar óskir, en af fyllstu velvild og virðingu skal bent á að í Kína til skamms tíma, þótti nauðsynlegt að leiðtogar væru vel á níræðisaldri.
Svo við horfum okkur nær þá var öflugasti Kanslari V-Þýskalands á þeim aldri stóran hluta starfstímans. Við bendum líka á að unglingavæðing stjórnmálavinnu á Íslandi hefur ekki gefið góða raun. Fengin reynsla er það sem vantar í aska þjóðarinnar.
Vilhjálmur ekki í prófkjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 14. desember 2009
Seðlabankinn gerði afdrifarík mistök.
Hvers vegna á að bíða með rannsókn á þessu máli, ef þetta er stærsta fjárhagslega áfallið sem við urðum fyrir í hruninu?, er verið setja það undir pólítískan hulinshjálm?.
Ríkisvaldið hafði lög og öll verkfæri tiltæk til að bankarnir störfuðu samkvæmt öllum þeim leikreglum sem þeim bar, en nú vita menn að hvorki lögum né tiltækum verkfærum var beitt, því er ríkisvaldið að minnstakosti meðábyrgt, ef ekki höfuðábyrgðaraðili stöðunnar í dag ef horft er til stjórnarskrár um hverjum er skylt að framkvæma athafnir samkvæmt lögum og hverjum ekki, þetta virðist samkvæmt ummælum viðskiptaráðherra hafa gerst með athafnaleysis Seðlabanka og ríkisstjórnar.
Þess vegna verður strax að skoða þetta.
Afdrifarík mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. desember 2009
SÁÁ þarfnast stuðnings okkar vegna björgunarstarfa morgundagsins.
Það er orðið ljóst öllum íslendingum að SÁÁ hefur lagt meira af mörkum í baráttunni við afleiðingar vímuefnaneyslu en nokkur annar félagsskapur eða opinber stofnanir.
SÁÁ hefur notað og kynnt heilbrigðiskerfinu aðferðafræði í baráttunni við vímuefnin sem hefur reynst best, þannig að þær stofnanir og félög sem taka þátt í þessari baráttu nota samhæfðar aðferðir og hafa þannig gengið fram með nothæft verkfæri við það stóra, erfiða og þýðingarmikla verkefni sem endurreisn fórnarlamba vímuefna er.
Hafi SÁÁ þökk fyrir þetta stórkotslegt björgunarstarf sem án vafa snertir hverja einustu fjölskyldu á Íslandi.
Nýliðna "núið" er á enda runnið og einkenni þess, fráhvarf frá mjúkum mannlegum gildum, friðhelgi einkalífsins, almennum tryggingarréttindum og jöfnuði milli landsmanna skilja eftir mikil sár og erfiðar afleiðingar í þjóðarsálinni.
Þess vegna er krafa allra landsmanna sem lifa við raunverulega jarðtengingu við fósturjörðina að stjórnmálamenn einhendi sér í raunverulega vitræna rökræðu um styrkingu varna í baráttu þjóðarinnar við afleiðingar vímuefnavandans og grundvallaratriði í því varnarstríði er að tryggja sjúkrahúsinu að Vogi umsamið og nægilegt rekstrarfé.
Ef unga fólkið að morgni framtíðar yrði spurt hvað það væri sem skipti þjóðina mestu máli þegar feigðarflan fjármálagerninga fleytti okkur að feigðarfeni, þá vona ég að svarið yrði að í landinu varð vakning samkenndar sem skapaði réttlátt samfélag með mikilli réttlætiskennd og blómlegu atvinnulífi í sátt við auðuga náttúru landsins.
SÁÁ boða til útifundar á Austurvelli á morgun, þriðjudaginn 15. desember klukkan 17 og skorar á okkur öll að mæta og sýna þannig samstöðu. sína með baráttu samtakanna gegn áfengis- og vímuefnavandanum, Fjölmennum!!!!!!!.
SÁÁ boðar til útifundar á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. desember 2009
Framtakssjóður Íslands, björgunarhringur í feigðarfeni eða feigðarflan?.
Framtakssjóðurinn er verkfæri til upprisu athafna fyrir vinnufúsar hendur og atvinnufyrirtæki okkar frá því feigðarfeni sem þjóðin er næstum drukknuð í. Framtakssjóðurinn á ekki nein tengsl kapítalisma andskotans sem yfir okkur hefur lagst og næsta drekkt okkur í sínu eigin feni.
Sjóðirnir eru uppvaxnir frá samningum launþega og atvinnufyrirtækja en eru eign launþega. Það er því gleðiefni við þær aðstæður sem nú ríkja að launþegar, meðal annarra, geti staðið fyrir endurreisn frá vá þeirri sem frjálshyggjan hefur leitt okkur í.
Auðvitað verður krefjast hreinna handa í stjórn sjóðsins til starfa við endurreisn athafnalífsins, en þarf fyrst og síðast að ríkja fullkomið gegnsæi, jákvæðni og samstöðuvilji hjá þeim sem stjórna þessum hreinu höndum í sjóðsstjórninni til að endurreisnin takist. Og hún verður að takast ekki síst vegna þess að allir stjórnarmenn virðast vera launamenn með væntanlega eins hreinar hendur og við hin.
Þá skal einnig bent á að ógerlegt er fyrir tóman ríkissjóð að næra velferðarkerfið án nýrra tekna, en það er öryggiskrafan nr. 1 fyrir okkur öll.
Því ræður lögmálið um eggið og hænuna.
Ágúst Einarsson stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. desember 2009
Nauðungaruppboðum þarf að fresta.
Dómsmálaráðherra kveðst uggandi vegna væntanlegra nauðungaruppboða hundraða eigna.
Þann ugg er að auðvitað að finna í brjósti allra íslendinga, líka þeirra sem hafa völd í umboði þjóðarinnar til að gefa sér tíma til að finna leiðir til að koma í veg fyrir flest þessara uppboða
En hún er merkilega lífsseig ímynd lagersstjóra peninga lageranna okkar að það þurfi ekki framleiða vörurnar á lagerinn svo reksturinn geti haldið sjó.
Það er kristalklárt að bankarnir fá takmörkuð endurlán í lager hillurnar sínar, því þarf að tryggja að heimilin og atvinnufyrirtækin hafi áfram greiðslugetu fyrir lánum sínum, með öðrum orðum haldið áfram að framleiða fjármuni til að geta staðið í skilum á þeim forsendum sem við blöstu þegar lán voru tekin.
Bankarnir voru gerendur hrunsins og standa í ábyrgðarskuld við lántakendur fyrir að gjörbreyta forsendum fjármálagerninga með sínum athöfnum, um það þarf engin að deila.
Ríkisvaldið hafði lög og öll verkfæri tiltæk til að bankarnir störfuðu samkvæmt öllum þeim leikreglum sem þeim bar, en nú vita menn að hvorki lögum né tiltækum verkfærum var beitt, því er ríkisvaldið að minnstakosti meðábyrgt, ef ekki höfuðábyrgðaraðili stöðunnar í dag ef horft er til stjórnarskrár um hverjum er skylt að framkvæma athafnir samkvæmt lögum og hverjum ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 13. desember 2009
Sérhagsmunagæslan á Alþingi er sem áður.
Sérhagsmuna potið heldur áfram eins og ekkert hafi breyst, nýja Ísland er fjarlæg draumsýn. Stjórnmálaelítan þarfnast endurhæfingar það er ljóst, væl í bændum og fólki í barneign er nægilegt til að brjóta á bak aftur ætlaðan niðurskurð og sparnað.
Það er fæðingarorlof, garðyrkjubændur, dúntekjumenn og fjárbændur sem vælið vekur þingmenn til ódáða og vitleysisverka, en athugasemdir 28 þúsund eldri borgara um víðtækar kjaraskerðingar og eignarupptöku er slett af ennum unglinganna á Alþingi sem ómerkilegum svita í hita leikritanna í þessu húsi fáránleikans.
Gamla fólkið segir sjálfsagt eins og Sveik sagði eftir dauðadóminn "ef þarf að hengja mig til að koma á aga í hernum, þá verður að hengja mig" og hefur ekki frammi hefðbundin þrýsting innvígðra vælista.
Hvað ræður? sennilega tónhæð vælsins og gamlar grónar venjur. Þingmenn hafa ekkert lært !!!!!!!!!!!!!.
Áfram greitt fyrir refaveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. desember 2009
Að feigðarósi.
Það hefur verið sársaukafullt fyrir mig, sem allt frá barnæsku hefur séð og sannfærst um að í þjóðfélagi sem stjórnað er í anda jafnaðarstefnu séu mest og best lífsgæði, að þurfa að búa við "heimskunnar valdi" einkavæðingar og frjálshyggjunnar á liðnum áratugum.
Því var en sársaukafyllra er að finna að í upprisu tilraunum síðustu mánuði ræður "heimskunnar vald" of mikið í vinnu stjórnvalda. Það er sem Arnarhváls-Kansellíið sé en í skammhlaupi kapítalisma andskotans því fjármagneigendur hafa verið verndaðir bak og fyrir og eins og áður skal pöpulinn bera birgðirnar. Samanber ráðstafanir í fjármálum heimilanna og allt ruglið í kringum það.
En þegar kjarkurinn og sjálfsmynd ríkisstjórnarinnar eykst eftir Icesave og hún setur skatta á iðnað og útgerð rennur tárafljót úr hvarmi hvers einasta kapítalista og grátkórinn stendur á öndinni í ekkasogum.
Laugardagur, 12. desember 2009
Mótmælin á Austurvelli í dag.
Á síðustu öld, seinni hluta, voru skuldaskil landsfeðra og útgerðar/fiskvinnslu nánast árstíðarbundin aðgerð, veðbönd sá ég á 45 veðrétti.
Þetta gerðu landsfeður að eigin sögn af neyð. Landsfeður og mæður eiga ekki að spyrja okkur, almenning, um hvað eigi að gera, þegar við erum að benda hvað þarf að gera. Þau eru valin af okkur til að gera það sem þarf að gera, sérstaklega ef að líkur séu á að frumskógarlögmál verði neyðargrunnur almennings. Neyð krefst neyðarráðstafanna.
Neyðarlögin tryggðu inneignir í bankakerfinu ótakmarkað á kostnað skattgreiðenda, sem segir okkur að hugur þáverandi valdhafa hafi dvalið við meðaumkun til ríka fólksins í landinu, þá talaði engin um kostnað.
Lánveitendurnir hafa búið við axlabönd og belti, með alt sitt á þuru, búið við vaxtamun svo ríflegan að hvergi í heiminum fannst annað eins. Þeir verða einfaldlega að setjast niður með skuldurum og leysa málin með þeirri reisn sem þeim sæmir og þeirra framtíð byggir á.
Ríkistjórn, hefjist nú handa. Hysjið buxur lánveitenda upp. Lausn á skuldavanda heimilanna þolir ekki lengri bið.
Hver vill bera kostnað af þeim blóðuga harmleik sem gjaldþrota fjölda heimil getur leitt af sér?. Það stendur upp á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að svara því með aðgerðum, væl dugar ekki lengur. Allar aðgerðir hingað til eru hrein sýndarmennska.
Laugardagur, 12. desember 2009
Endurhæfing Sjálfstæðisflokksins er ekki hafin.
Sjálfstæðismönnum verður væntanlega kennt um allt, því þeir hafa stjórnað hér einir segir bloggari sem er sennilega varnarmaður Sjálfstæðisflokksins í Mbl bloggi sínu, í efasemdum um miður skemmtileg ummæli um flokkinn hans.
En ég vill meina að framhjá því verði ekki vikist að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum frá fæðingu flokksins og það þýðir að ekki væri rétt að reyna að halda öðru fram enn margt hafi honum orðið á eins og raun ber vitni.
Enda getur hver hugsandi íslendingur skynja hversu óglatt flokknum er í stjórnarandstöðu nú, vegna mistaka síðasta áratugar og leiðtogar hans hafa látið að því liggja að flokkurinn þurfi á endurhæfingu að halda.
Um skattamála stefnu Sjálfstæðiflokks viljum við launamenn sem minnst um fjalla svo blóðþrýstingur haldist í jafnvægi.