Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar kveðst vera á förum.

Vilhjálmur Þ. VilhjálmssonMaður kemur í mans stað segir einhversstaðar þótt ljóst sé að erfiðara er að feta í fótspor eins en annars.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í maí n.k.. Þessi ákvörðun Vilhjálms settur ugg í brjóst allra þeirra sem hafa unnið að málefnum eldri borgara í höfuðborginni því segja má að í næsta þrjá áratugi hefur Vilhjálmur verið stoð og stytta allra félagasamtaka sem unnið hafa að málefnum sem snerta eldri borgara.

Samtökum aldraðra er ljóst að með ákvörðun Vilhjálms er horfin úr borgarstjórn í júní n.k. sá borgarfulltrúi sem mest og best hefur staðið vörð velferð eldri borgara á þann veg að þeirra ævikvöld væri lifað með reisn og sjálfstæði við trygga þjónustu Reykjavíkurborgar við heimili þeirra og heilsuvernd.

Við sendum Vilhjálmi þakkir og góðar óskir, en af fyllstu velvild og virðingu skal bent á að í Kína til skamms tíma, þótti nauðsynlegt að leiðtogar væru vel á níræðisaldri.

Svo við horfum okkur nær þá var öflugasti Kanslari V-Þýskalands á þeim aldri stóran hluta starfstímans. Við bendum líka á að unglingavæðing stjórnmálavinnu á Íslandi hefur ekki gefið góða raun. Fengin reynsla er það sem vantar í aska þjóðarinnar.


mbl.is Vilhjálmur ekki í prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er alltaf rúm fyrir gott fólk í Sjálfstæðisflokknum, Erling Garðar, og þú ferð að komast á Kíverskan kjörgengisaldur eftir næsta kjörtímabil..... Rétt fyrir þig að fara að hugsa fyrir því að hafa eitthvað fyrir stafni í ellinni.....

Ómar Bjarki Smárason, 14.12.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Erling Garðar Jónasson

Þakka þér fyrir að hvetja mig til dáða Ómar Smári, en með fylgstu virðingu fyrir Sjálfstæðiflokknum er rétt að ég hvetji frekar öðlinginn V.Þ.V til að fylgja fornum lögmálum Kínverja.

Það hefur fylgt mér lengi að vilja eiga verðugu að í pólitískri baráttu. þess auðveldari verður allur dialógur við þá og nauðsynleg virðing í hámarki.

Erling Garðar Jónasson, 14.12.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það lífgar upp á tilveruna að breyta til annað slagið og nýtt fólk og gamlir skólar er það sem við þurfum á að halda núna....

Ómar Bjarki Smárason, 14.12.2009 kl. 23:51

4 Smámynd: Erling Garðar Jónasson

Við þurfum alltaf að láta okkur hlakka til Ómar Bragi, kannski væri gaman að losna við þrjóskuna, skoðum allar hliðar þess með Arnahváls verklagi.

Erling Garðar Jónasson, 15.12.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband