Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 27. nóvember 2009
Leikhúsið við Austurvöll er enn í dramatíkinni.
Þetta framferði í málatilbúnaði er ekki gagnlegt eða frambærilegt til aðhalds, Þetta eru bara þau sömu vinnubrögð sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddsson sagði í viðtali við Mbl. að hafa viðhaft þegar hann var í minnihluta í borgarstjórn, hann sagði að þá hafi hann verið á móti öllum málum meirihluta, líka góðum málunum. Það væri aðalhlutverk minnihluta í lýðræðiskerfinu sagði Davíð, að vera á móti, eða með mínum orðum starfa sem hermdarverkamaður gagnvart meirihluta.
Þetta er ekki menntuð stjórnmálaumræða eins og reyndar Þráinn Bertelsson hefur upplýst um sína reynslu af þingstörfum.
Þinginu haldið í gíslingu málþófs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Þegar ósnertanlegir eru snertir, þá vita allir.
Hvað einn veit er þjóðarinnar allrar, á örskömmum tíma ef aðalinn verður fyrir barðinu á yfirvaldi, svo fá erum við.
Rannsóknin á vitorði fjölda manna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Birtingarmynd beiskleikans.
Lengst nær blogg blaðamanns Mbl. um dýrustu ríkisstjórn Íslandssögunar sem er að takast á við afleiðingar óstjórnar ritstjóra hans hjá Mbl. og geranda vandans á liðnum áratugum.
Bloggið er orðið mjög harðvítugt í garð þingmanna og hefur óbilgirni í garð þeirra aukist mjög á síðustu þremur til fjórum árum. Þetta segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Mbl. Þann 14.5.2009.
Menn eru taldir réttdræpir á blogginu og ég er ekki viss um að mörgum finnist gaman að börnin þeirra geti lesið slíkan óhróður um sig." Hann hafi íhugað að bjóða sig ekki fram til þingstarfa í þetta sinn vegna þessa. Pétur hefur verið alþingismaður frá árinu 1995.
Gagnrýndu Jóhönnu fyrir að leyna bréfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Óbilgjarnt mat þingmans á nauðsynlegri gagnrýni bloggara.
Eftirfarandi viðtal kom til minnis við að hlusta á Pétur Blöndal í þætti á útvarpi Sögu nú í morgun. Þar kom fram yfirgnæfandi og óstöðvandi málflæði frá Pétri um þann eina sannleik sem finnst í samfélagsumræðunni, sannleik hins niðurfrysta sjálfstæðisnóra í minnihluta.
Málflutninginn sagði Pétur nauðsynlegan til að veita stjórnvöldum aðhald.
Nei þetta framferði í málatilbúnaði er ekki gagnlegt eða frambærilegt til aðhalds, svona málflutningur eru bara þau sömu vinnubrögð sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddsson sagði í viðtali við Mbl. að hafa viðhaft þegar hann var í minnihluta í borgarstjórn, hann sagði að þá hafi hann verið á móti öllum málum meirihluta, líka góðum málunum. Það væri aðalhlutverk minnihluta í lýðræðiskerfinu sagði Davíð, að vera á móti, eða með mínum orðum starfa sem hermdarverkamaður gagnvart meirihluta.
Lengi mun gæta anda Davíðs í hugsun hinna hvít/svörtu stjórnmálamanna, því miður fyrir þjóðina. Og þjóðin og þar með við bloggarar erum því miður of fastir í þessu menningarleysi ísl. Stjórnmálaumræðu.
Viðtalið við Pétur hét "Óbilgjarnt blogg í garð í garð þingmanna" ; Bloggið er orðið mjög harðvítugt í garð þingmanna og hefur óbilgirni í garð þeirra aukist mjög á síðustu þremur til fjórum árum. Þetta segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Mbl. Þann 14.5.2009. Það er orðinn allt annar bragur á umræðunni um þingmenn og mér finnst sem menn leyfi sér að ganga ansi langt í persónulegum árásum og níði.Menn eru taldir réttdræpir á blogginu og ég er ekki viss um að mörgum finnist gaman að börnin þeirra geti lesið slíkan óhróður um sig." Hann hafi íhugað að bjóða sig ekki fram til þingstarfa vegna þessa. Pétur hefur verið alþingismaður frá árinu 1995.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Að hafa yndi af heimatilbúnum vandamálum og atvinnuleysi.
Peningamálastefnan er að skila því að háir vextir haldi peningum í landinu. en af því að verðbólgan er skilgreind sem tekjur við álagningu fjármagnstekjuskatts er spariféð á leið undir koddanna úr bankabókunum. Þetta kallast hringavitleysa í minni sveit.
Ég fæ ekki séð hvernig bankakerfið getur gengið upp við þessar aðstæður.
Kerfið gengur þá fyrst upp að leigugjaldi peninga bankanna sé stillt í hóf í grænum hvelli og þá sé farin Japanska leiðin í stað þess að horfa í gaupnir sér og hafa yndi af heimatilbúnum vandamálum og atvinnuleysi.
Verðbólgan 8,6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 24. nóvember 2009
Raunsæi í ellinni.
Tveir eldri herramenn sátu á bekk við Hrafnistu og voru að rabba samann Siggi sagði annar, ég er orðin 83 ára og líkaminn er allur að gefa sig og mig verkjar allstaðar, þú ert víst jafnaldri minn, er skrokkurinn ekki jafn illa leikinn hjá þér?".
Ég hef það eins nýfætt barn svaraði Siggi"
Ha- eins og nýfætt barn át hinn eftir?".
Já- ekkert hár, engar tennur, og ég held að ég hafi bleytt í bleyjunni."
Þriðjudagur, 24. nóvember 2009
Mannréttindi lítilsvirt af formanni þingflokks framsóknarmanna.
Hverskonar skríl er þetta sem komin er inn á Alþingi íslendinga sem finnst það bara í lagi að fyrrverandi bankamenn hafi ekki lengur mannréttindi í þessu landi.
Það hljóta allir að hafa þau grundvallar mannréttindi að leita réttar síns ef þeim finnst á sér brotið, líka framsóknarmenn þó þeir hafi skrautlega fortíð.
En að gefa í skin að fyrrverandi bankamenn hafi ekki heldur atvinnuréttindi á Íslandi er nú mesta lákúra sem ég hef enn heyrt frá framsóknarmanni.
Vissi ekki um kröfu Yngva Arnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 24. nóvember 2009
Minna var þar inni en ætlað var.
Forstjórinn gekk inná skrifstofu sína morgun einn án þess að vita að rennilásinn var niðri og klaufin opin.
Aðstoðarkonan hans gekk til hans og spurði " þegar þú fórst að heiman í morgun lokaðir þú bílskúrshurðinni?" Bossinn svaraði að hann væri viss um að hann hefði gert það, en undraðist spurninguna þegar hann settist við sitt skrifborð.
Eftir að hann lauk sinni pappírsvinnu sá hann skyndilega að klaufin var opin og lokaði henni en skildi þá spurningu aðstoðarkonunnar.
Á leið sinni í kaffi spurði hann aðstoðarkonuna " þegar þú sást að bílskúrs hurðin var opin, sástu þá hvort Hummerinn minn var þar inni?"
Hún brosti og svarið " nei, ég sá aðeins smábíl með tveim sprungnum dekkjum.........
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. nóvember 2009
Heimsendagleði og svartnætti á blogginu með fyrirvörum.
Það skynsamlegasta fyrir alla bankastjóra, stjórnmálamenn og bloggara að hafa varann á og spá að hin og þessi óáran sé á næsta leyti ef þetta og hitt er ekki gert eða gert, að fenginni reynslu ofurstemmingar liðinna ára þegar allir voru í eðlilegu bjartsýniskasti og engin sá svartnættið framundan.
Þá getum við öll sagt, sagði ég ekki.
Trichet: Fjármálakreppan ekki búin enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. nóvember 2009
Látið ekki innra stoðkerfið hrynja líka með asnaskap.
Með hækkun fjárm.tekjuskatts í 18% þá verða jaðarskattar á sparifjár inneignir í bankakerfinu langt yfir 100% og ávöxtun sparnaðar verulega neikvæð.
Vandamálið er að verðbætur vegna rýrnunar höfuðstóls sparnaðar er taldar fjármagnstekjur.
Vegna verbótanna skerðist króna á móti krónu í tryggingarkerfi aldraðra og öryrkja.
Verðtryggingarlögin voru sett með það að markmiði að verðmæti sparifjár væri það sama við úttekt sem það var við innlán.
Lögin höfðu að megin markmiði að efla sparnað í landinu.
Sparnaður mun, með núverandi skattlagningaraðferð, leggjast af með öllu, því miður.