Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Árásirnar á Ísland verðlaunuð af Hansakaupmönnum.

waterfall.jpgEru nú mútuglaðir Hansakaupmenn en og aftur farnir að ásælast Ísland og hreinlífi þess, -sennilega ornir þreytir á malbiksfílunni og súrefnisleysinu frá olíuhreinsunarstöðvunum við Elbu höfnina.

Áróðurstríði lobista og undirherdeilda þeirra náttúrulausu er háð án hiks og með aðstoð erlendra skemmdarverkamanna, með rangtúlkun, falsi og virðingarleysi gagnvart vinnu og vísindum okkar færustu orku og umhverfisverkfræðinga, sem margir hverjir hafa aflað sér alþjóðlegrar viðurkenninga vegna þekkingar á nýtingu endurnýjanlegrar auðlinda til orkuframleiðslu.

Tilgangurinn helgar meðalið, tilgangurinn er að fá greiddan herkostnaðinn á móti Jónum frá Reynum nútíma Íslands og nú hefur listaskáldið góða með listamannalaun frá þeim sömu Jónum verið verð-launaður í viðbót af Hansakaupmönnum, þvílík oplevelse.

Minnumst þess að við mennirnir erum með marga djöfla í drætti hvort sem við erum hrein­líf eða ekki og vorum þannig  sett undir stóra dóminn í fyrstu Mósefs bók?.

Þar var fjöl­skyldan frá Eden dæmd til að þurfa að streita í sveita síns and­lits í nátt­úr­unni og með erfiði af henni að nærast alla ok­kar líf­daga.

Auð­vita er þetta svona, spyrjið  bara biskupinn sem fékk svar frá hjarta um vera á móti Fljóts­dals­virkjun, svona er dómurinn sem við fengum í Eden.

Flóknara er það ekki........Það eru 1729 atvinnulausir, í sveita síns andlits, á Suðurnesjum í dag án listamanna eða verð-launa.


mbl.is Andri Snær hlýtur Kairos verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þröskuldar þróunar er efinn um að menntun sá máttur.

515074a_938554.jpgAð búa til óvinafagnað með silkihanska höndum og atvinnuníð að vopni er grátlegt verkfæri til frama í stjórnmálum.

Vandamálasmiðir landsins þurfa endurhæfingu hið snarasta!....... Sérstaklega þeir sem eru grænir að utan en eldrauðir hið innra í m.a. báðum stjórnarflokkum, og alveg sérstaklega þeir sem ætla sér frama í næstu kosningum.

Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingar er en og aftur við það heygarðshorn, að rétt sé að skapa farveg nýsköpunar með þrætubók um verðmæti annarra starfandi atvinnugreina, hann segir;

"Þvert á heildarhagsmuni atvinnulífsins hafa stjórnvöld lagt ofuráherslu á einn atvinnuveg umfram aðra, stóriðju. Sú staðreynd að þessi iðnaður skapar einungis lítinn hluta af verðmætaaukningu landsframleiðslunnar og aðeins um 1-2% allra starfa í landinu vekur óneitanlega grun um að stjórnmálamenn hafi frekar verið farþegar í þessari þróun en gerendur þótt þeir hafi oft haft hönd á stýri".


Bjart er yfir búi mínu, þrátt fyrir allt.

Vandamálasmiðir landsins þurfa endurhæfingu hið snarasta!....... Sérstaklega þeir sem eru grænir að utan en eldrauðir hið innra í báðum stjórnarflokkum.

Sjávarafurðir hafa hækkað um 45% milli ára.  Á heimasíðu Fiskistofu kemur fram, að þegar litið er til heildarverðmæta frá fiskveiðiárinu 2006/2007 þá hefur verðmæti óunnins útflutts afla aukist um 75% á meðan útflutt magn hefur aukist um tæp 19%.

Helstu hrávöruverðsvísitölur hafa hækkað undanfarið.  „Skiptar skoðanir eru á meðal greinenda um hvort verð á einstaka hrávörum sé orðið of hátt, til dæmis áls, sykurs og mjöls,"

Mjölverð er í hæstu hæðum, er í 1.480 dollara tonnið og hefur hækkað um 75 prósent frá áramótum.  Verð á hráolíu, korni og áli hefur einnig hækkað á milli mánaða en verð á sykri stendur í stað.



Óruglað innlegg í umræðuna.

bestubinir_938261.jpgVið eigum von íslendingar, við eigum en hugsandi menn, við höfum fengið að hlýða á snillinga eins og Jón Baldvin og Styrmir Gunnarsson og nú í dag getum við lesið magnaðan leiðara í fríblaði Fréttablaðsins.

Þrátt fyrir allt og vegna þess að meðal okkar finnast óruglaðir einstaklingar held ég að vonin um upprisu þjóðar okkar sé raunhæf.

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar leiðara í Fréttablaðinu í dag.            

Í viðtækinu má svissa milli Baggalúts og Alþingis: háðhvörfin í útúrsnúningi æringjanna á amerískum slagara, hvað má gefa þeim sem allt á, eru í sláandi mótsögn við heiftarlegar staglumræður um stóru skuldina Icesave. Þar takast á hugmyndir manna sem sitja á pólitískum strandstað eftir að hafa brotið öll okkar skip og hinna sem stóðu hjá og fylgdust úr skjóli stjórnarandstöðu með frækilegum glæfrasiglingum á sundum alþjóðaviðskipta: nú er það þeirra sósíalistanna og sósíaldemókratanna að berjast fyrir að þjóðin taki á sig klafa skulda fyrir óreiðumenn, skjólstæðinga íhaldsins og Framsóknar. Hin sögulega íronía getur tekið á sig stórfenglegar myndir.

Og skuldaskilin eru ekki síður stórfengleg: nú eru stjórnvöld krafin um að standa á sínu, ári eftir að uppgjöfin var undirrituð, skilmálar samþykktir í stórum dráttum - og þeir sem þá stóðu að undirritun eru nú kvabbandi við dyrnar og kvarta yfir smáa letrinu. Og enn stækkar sá hópur sem leggur hart að forseta Íslands að nýta málskotsréttinn og skjóta samþykkt þessa skuldasamnings til þeirra sem eiga að taka upp veskið og borga - þjóðarinnar sjálfrar...................


Mikið óskaplega tekur langann tíma að moka Sjálfstæðisflórinn í Icesavefjósinu.

Það er ekki fyrirhafnarinnar virði af Jó-Gríms stjórninni að moka Sjálfstæðisflórinn, sem er  barmafullur af skít og drullu eftir átján ára samansöfnun, þegar sjálfstæðismenn, með að sjálfsögðu en og aftur góðri aðstoð framsóknar, bæta jafnan á þegar glittir í gólf.

Var ekki undir forystu sjálfstæðismanna samþykkt neyðarlög voru sett í október 2008 sem m.a, fólu í sér óheftar innistæðu tryggingar ríkisins á öllum innistæðum í íslenska bankakerfinu, í mörgum tilfellum innistæður upp á hundruða miljóna króna sem m.a, allskonar viðskiptajöfrar höfðu haft að launum eða þóknun og kvótabraski frá helmingaskiptaflokkunum Framsókn og Sjálfstæðisflokki.

Hvað segja þeir skattgreiðendur nú, sem áttu engar inneignir í banka vegna skattaáþjánar og annars álags frá klíkum samfélagsins, en þurfa nú að leggja á sig  enn meiri áþján en nokkru sinni áður til að greiða innstæðu fjármagn innlendu millana, án hámarks, með sköttum sínum nú og í næstu framtíð.

Icesave bankinn var íslenskur banki, það fer ekki milli mála jafnvel hjá mest trénaða Sjálfstæðismanni og í öllum bænum tengið ykkur við gott jarðsamband þið svífandi gerendur hrunsins á Íslandi, Sjálfstæðis og Framsóknarmenn.


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaðarsöm hagræðingarvitleysa.

Allar tillögur um greinda hagræðingu í rekstri ríkisstofnanna og ríkisfyrirtækja á liðnum áratugum hafa einungis stóraukið heildarkostnað við viðkomandi þjónustu og er í öllum tilvikum runnin undan rifjum húsbænda stofnanna og fyrirtækjanna í höfuðborginni til að fela bruðlið hjá þeim sjálfum.

Þetta er arfavitlaus tillaga sem ber að draga til baka hið snarasta.


mbl.is Fækki ekki opinberum störfum á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er verið að hengja bakara fyrir smið.

gildi-cloud_937956.pngÍ kjölfar frétta af efnahagsspá Seðlabanka, þar sem spáð var alltað 30% lækkun fasteignarverðs á næstu tveim árum, voru fjölmiðlar en og aftur komnir með fréttir af ofgnótt fasteigna og tilbúinna lóða á Reykjavíkursvæðinu, sem væntanlega átti að vera skýring á væntanlegri lækkun.

Þetta er átakanleg léleg fréttamennska og stór skaðleg fyrir fasteignamarkaðinn.

Spá Seðlabankans hefur en og aftur stöðvað sölu nýrra íbúða og er algjörlega innistæðulaus, en verður hinsvegar leiðandi fyrir viðskipti með fasteignir næstu árin.

Við eðlilegt ástand í efnahagsmálum er "ofgnóttin" varla meiri en til að eins árs markaðsþarfa, samkvæmt nýrri rannsókn Meistarafélags byggingarmanna.

Þá er líka ýjað að einhverskonar óráðsía hafi ráðið ferð byggingarfyrirtækjanna sem byggðu þessar fasteignir, en maður verður að spyrja viðkomandi fréttamenn, hvernig áttu þeir að vita að hverju stefndi þegar sjálfur forsætisráðherra, seðlabankastjóri eða bankastjórar fyrirtækjanna og opinberir eftirlitsaðilar virtust ekki vita neitt að hverju stefndi.


Staðgenglar eiginkvenna


garden.jpgÍ biðröðinni við kassann í Fjarðarkaup gaut ég augum á forsíður tímaritanna sem blöstu við í blaðarekkunum og las á forsíðu Séð og Heyrt; "Fékk sér tík þegar konan fór".

Aumingja maðurinn hugsaði ég og það hríslaðist niður allan bakhlutann kuldahrollur við þessi tíðindi því það hvarflaði að mér að þessi birtingarmynd þunglyndis sýndi að staðan væri mjög slæm hjá íslenskri þjóð um þessar mundir, því Tík getur fjandakornið aldrei komið í stað konu jafnvel þó maður sé margblessaður dýravinur.

Ég vona að konan komi brátt aftur og á forsíðu Séð og Heyrt segi; "Konan komin en Tíkin farin"þá birtir að nýju í þjóðarsálu.

 

 


Siðvæðing samkeppnismála nauðsynleg.

516243a.jpgEr einhver samkeppni við lýði á Íslandi?, ég spyr vegna þess að ég hef ekki orðið var við hana í mínum þjónustukaupum.

Það virðist engin kaupmaður vera í samkeppni t.d. við Bónus og eldsneytisokrararnir, bankar og flestir aðrir viðskiptajöfrar eru mjög samstíga í okri, samræmingu og samkeppnisleysi.

En nú þegar sveitarfélögin eru uppvís að hafa í frammi vinavæðingu með skattfé borgaranna og virðingarleysi á lögum um viðskiptahætti, virðist greinilega framkomið á hvaða stigi samkeppnismál eru á Íslandi, um þetta þarf engin að efast lengur.

Þess vegna má leggja niður Samkeppnisstofnun, hún virðist gagnlaus.


mbl.is Rannsaka stuðning við Stáltak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi verður að vinna til virðingar á ný.

Það er sagt að Alþingi njóti lítillar virðingar og þingmenn virðast á sama máli.

Ef marka má orð Þráins Bertelssonar  og fleirri á Alþingi í gær er það ekki að ástæðulausu. Þráinn sagði umræðuna í þingsalnum markast af skætingi. Á Alþingi Íslendinga er "hávaða og heimskuópum" ruglað saman við "hina göfugu list: frammíköll," sagði Þráinn þegar hann kvaddi sér hljóðs við háværar umræður um formið á umræðum Alþingis um Icesave-málið.  Margrét Tryggvadóttir, þingkona Hreyfingarinnar sagði;  "Ég hef fylgst með umræðu hérna á kvöldin og mér hefur fundist átakanlegt að horfa á ráðherrana okkar. Þeir eru orðnir úrvinda og þreyttir. Ég held að þeir hafi ekki gott af næturfundi."

 

 



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband