Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 24. nóvember 2009
Við eigum orkulindirnar, höfum alltaf átt og verðum alltaf að eiga.
Við höfum staðið í skilum með skuldbindingar vegna fjárfestinga í raforkuframleiðslu þrátt fyrir erfiðari vandamál en nú steðja að þjóðinni, við skulu bara rifja upp átölin 1936, 1953, 1967, 1971, 1976 og síðan hafa komið hver stór áfangin af öðrum og alltaf til staðar gnótt af fjármagni.
Við megum ekki gefa eftir eignarhald á auðlindum af fljótfærni og barnaskap og meðfylgjandi dónaskap "Aðspurður sagði Beaty að það fyrsta sem hann myndi gera sem íslenskur ráðherra væri að bæta viðmótið gagnvart erlendum fjárfestum".
Franska þjóðin hefur rekið þjóðnýtt raforkukerfi hingað til og mun áfram gera, því þeir segja raforkuna súrefni þjóðarlíkamans.
Erum ekki að stela auðlindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. nóvember 2009
Nýtingar lögmál samvista eru háð aldri !.
Eldri heiðursmaður spurði áttatíu ára félaga sinn; Ég heyrði að þú ætlir að fara að kvænast?".
Já-já, svaraði sá áttræði".
Þekki ég hana?"
Nei"
Lýtur þessi kona vel út?"
Nei, alls ekki"
Kann hún að elda?"
Nei hún er léleg í matreiðslu"
Á hún mikið af peningum?"
Nei hún er skít blönk"
Jæja, er hún þá svona góð í rúminu?"
Það veit ég ekki"
Hvers vegna í ósköpunum ætlar þú kvongast þessari konu?"
Af því að hún getur enn ekið bifreið"
Mánudagur, 23. nóvember 2009
Verðtrygginglögin halda ekki lengur vatni eða vindi.
Og sparnaður landsmanna skilaði jákvæðri ávöxtun og yrði sem hjá heiðvirðum þjóðum.
Núna þegar verðbólgan er ofurskattlögð á sparifé landsmanna er mál að linni, verðtryggingar rökin halda ekki lengur.
Rök fyrir verðtryggingu brostin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. nóvember 2009
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott !!!.
Heyrn hans hafði dofnað mjög á síðustu árum. Hann fór því til læknis og lækninum tókst að útvega honum heyrnartæki sem gerðu þessum eldri heiðursmanni kleyft að ná 100% heyrn að nýju.
Hann átti erindi við lækninn mánuði síðar og læknirinn sagði; "nú þegar heyrn þín er orðin svona góð aftur hlýtur fjölskylda þín að vera mjög ánægð".
Gamli heiðursmaðurinn svaraði að bragði; "ég hef nú ekki sagt henni neitt, ég sit bara hjá þeim og hlusta á samræður þeirra, en ég er búinn að breyta erfðarskránni þrisvar".
Sunnudagur, 22. nóvember 2009
Kaupþings krónika.
Vírus eða allavega einhver sýking, sennilega norskrar ættar því hún bar eitthvert norra nafn, herjaði nýverið á marga starfsmenn þess annars ágæta Kaupþingsbanka sem olli allskyns magaóáran og erfiðleikum í meltingarfærum, en að aurarnir væru ekki í öruggri meinvarpa gæslu hjá bankanum eru ný tíðindi fyrir margan mörlandann, ég hef t.d. alla tíð trúað að þeir hefðu bæði axlabönd og belti á meðhöndlun auranna eins og aðrir heiðvirtir bankar.
Ég vona bara að blessuð konan hafi "eignarstýrt" þessu fjármagni af meiri skynsemi en æðstu yfirmenn hennar gerðu, þannig að hún megi vel við una ávöxtun "síns" punds.Fjárdráttur hjá Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. nóvember 2009
Þráhyggja leiðir af sér þráttarhyggju.
Það er ekkert frávik frá nýfrjálshyggjunni hjá ungum sjálfstæðismönnum. Þrátt fyrir banka- og gjaldeyrishrun stendur trúin á óskeikulleika markaðarins óhögguð.
Þeir leggja til að markaðnum verði treyst fyrir nánast öllu fyrirtækjum og jafnvel stofnunum ríkisins.
Þeir vilja líka einkavæðingu bankanna sem fyrst.
Þessi skaðvænlega hugmyndafræði sambands ungra sjálfstæðismanna er byggð á sandi og er þess vegna ónothæf án verulegrar uppstokkunnar og eftirlits.
Það er allavega skylda þessa unga fólks endurhæfa spekina á grundvelli reynslunnar.
Eftirlitslaust atvinnulífið og bankar með leiðsögn Sjálfstæðisflokksins settu okkur á hausinn og það viljum við væntanlega ekki aftur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. nóvember 2009
Neikvæð ávöxtun sparifjár.
Það segir sig sjálft að verðtryggingarlögin voru sett með það að markmiði að verðmæti sparifjár væri það sama við úttekt sem það var við innlán. Lögin höfðu þó að megin markmiði að efla sparnað í landinu.
Það segir sig því einnig sjálft að sparnaður mun, með núverandi skattlagningaraðferð rýrna mjög eða leggjast af með öllu.
Verðbætur eru ekki tekjur og engin rök til staðar fyrir skattlagningu þeirra með tekjuskatti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. nóvember 2009
Siðvæðing sparisjóða er tímabær.
Eitt stærsta áfall banka og frjálshyggjumanna var að markaðurinn reyndist ekki fær um að hafa eftirlit með sjálfum sér og leita jafnvægis af sjálfsdáðum. Afleiðingarnar eru stórkostlegt tjón fyrir efnahag þeirra landa sem innleiddu hvað mest frelsi banka á fjármagnsmörkuðum".
Sem sagt hugmyndafræðin var byggð á sandi og er þess vegna ónothæf án verulegrar uppstokkunnar og eftirlits.
Í alheimstímariti fann ég þessi kapítalísku ábendingar
It's no secret who'll foot the bill for it all: private citizens and private business. As Nobel Prize-winning economist Vernon Smith puts it, "The Fed has reserved.
Þetta er bara það sem hefur verið skilgreint sem kapítalismi andskotans, einkavæða gróðann en þjóðnýta tapið og er þess vegna ekki ný fræði hjá Smith.
Sparisjóðir vilja bætt siðferði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. nóvember 2009
Boðorð Vilhjálms!.....
Atvinnulífið og bankarnir, ásamt með og undir forystu Sjálfstæðisflokksins settu okkur á hausinn .
Þessum staðreyndum er ekki hægt að afneita, það veit þjóðin.
En þjóðin veit líka að samtök atvinnulífsins gegna aðalhlutverki í viðreisn efnahagsmála, þess vegna ber að hlýða með andakt og virðingu á allar tillögur og umsagnir samtakanna.
Umhverfisstefna stjórnvalda virðist miða að því að takmarka nýtingu á þeim auðlindum sem nóg er af en ganga á þær sem eru takmarkaðar. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann ritaði í gær grein á vef samtakanna þar sem farið var yfir fyrirhugaðar breytingar í skattheimtu.
Hvaða umhverfisstefna er það að vilja ekki nýta þær auðlindir sem er nóg af en ganga á þær sem eru takmarkaðar?" segir hann og vísar til tregðu í virkjun endurnýjanlegra orkugjafa. Það er ekki hægt að bjóða upp á svona lagað. Þetta er svo ótrúlegt fúsk," segir hann.
Bjargvætturinn hefur lögmál í frammi, við viljum ekkert fúsk. Og aldeilis ekki af frómum heilum og höndum samtaka atvinnulífsins, við höfum ekki efni á því lengur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. nóvember 2009
Nýi bjargvætturinn fór öfugur framúr.
Nei takk Vilhjálmur þetta ólíkinda öskur kemur úr því sem er af eigin skinni.
Getur Vilhjálmur nefnt dæmi um þessa svokölluðu fyrirgreiðslu.
Í Guðanna bænum reyndu nú að fylgja áfram úr hlaði þeim góðu verkum sem þú og þínir voruð vinna í anda þess Stöðuleikasáttmála sem gerður var af aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvalda.
Þannig getur þú og þínir fetað þá slóð sem bjargvætturinn frá Flateyri valdi og kom þjóðarheildinni að betra haldi en annað sem áður hafði verið gert í efnahagsmálum.
"Sjávarútvegurinn verður að geta treyst því að ríkisstjórnin stórskaði ekki rekstrarforsendur greinarinnar með fúski, sérstakri fyrirgreiðslu til pólitískra vina og vandamanna og áformum um innköllun aflaheimilda. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins".
Fúsk og pólitísk fyrirgreiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)