Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 30. október 2009
Davíð er engum líkur í hárbeittu háði.
Stórkostlegur leiðari Moggans míns í morgun. Þar er finna snjölustu glæpalýsingu síðari tíma, fólgna í stuttri setningu um glæpsamlegt athæfi fjársins í fjöllum Tálknafjarðar.
"Það hafði með öðrum orðum framið þann versta glæp allra glæpa á Íslandi nútímans að vera sjálfbjarga, þegar það átti ekki að vera hægt".
Já, Davíð er engum líkur í beittu háði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. október 2009
Við gamlingjar þolum ýmislegt, en þolum við Pandemrix.
"Fram hefur komið í erlendum fjölmiðlum að svissnesk stjórnvöld hafi ekki veitt leyfi til að nota bóluefnið til að bólusetja þungaðar konur, börn og fólk 60 ára og eldra við svínaflensu".
Óhætt að nota Pandemrix | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. október 2009
Ef vel er unnið verður að þakka, en vinur er sá sem til vamms segir.
Endurskoðunnar nefnd almanntryggingarlaga hefur skilað niðurstöðum sínum og er hægt að tengja sig beint við þær frá þessu bloggi.
Niðurstaða mín eftir fyrsta yfirlestur er önnur en eftir fyrstu kynningu samanber fyrra blogg 17.04.2009.
Réttarbætur felast einkum í að fram eru settir ákveðnir "Staupasteinar" fyrir lögjafann að staldra við ef þeir vilja en og aftur vera of fingralangir í sjóðinna.
Staupasteinar eru meðal annars þessir hjá nefndinni:
"Meðferð fjármagnstekna í almannatryggingakerfinu er hins vegar minna mótuð sem stendur og verður gerð grein fyrir nýjum tillögum í þeim efnum hér á eftir. Þær aðgerðir sem ákveðnar voru við lokun fjárlaga fyrir árið 2009 voru ekki í samræmi við markmið Verkefnisstjórnarinnar og fela í reynd í sér mun hertari meðferð fjármagnstekna í almannatryggingakerfinu en áður hefur verið og gengur það gegn þeim almennu markmiðum sem sett voru fyrir þessu starfi, þ.e. markmiðinu um að greiða fyrir sparnaði
Rökin fyrir því að lífeyrisþegar haldi grunnlífeyrinum, alveg óháð tekjum úr lífeyrissjóðum, tengjast hugmyndum um almannatryggingar sem borgararéttindi, allir eigi að fá einhverjar lífeyrisgreiðslur þaðan, meðal annars vegna skattgreiðslna sinna á starfsferlinum. Þetta er hugmyndin um svokallaðan "universalisma" (algild réttindi), sem skandínavísku velferðarríkin þóttu hafa í hávegum á fyrri árum".
Þetta er vönduð og góð vinna, stór skref í rétta átt. Þó vantar alveg greinilega tillögur að reglum um andmæla rétt þolenda bóttaréttar við óæskilegar breytingar. Einnig kemur ekki til greina að skilgreina verðbætur höfuðstóls sem tekjur. það hljóta þeir greindu verkefnisstjórnendur sem að þessu verki koma vel að skilja. Þetta er ekki skattamál sem þeir höndla með.
Fyrra blogg í apríl 2009.:
Endurskoðun almannatryggingar laga var kynnt á fundi Félags eldri borgara 17 apríl síðastliðinn.
Stefán Ólafsson formaður nefndar um endurskoðun almannatrygginga gerði grein fyrir umræðutillögum nefndarinnar. Í stuttu máli, magur fiskur vel falinn undir steini vegna komandi kosninga. Og síðan mikill reiði lestur.....
Almannatryggingakerfið stokkað upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. október 2009
Ég er undrandi hvað Mogginn minn og ýmsir sjálfstæðisbloggarar eru hundfúlir.
Laugardagur, 30. maí 2009 bloggaði ég og spurði er enginn "Flateyrar lausnari" þarna úti.
Þar rifjaði ég upp að árið1988 var sett á verðstöðvun á opinbera geirann og í kjölfarið komst á þjóðarsátt sem skilaði kraftaverki í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Þá var það fólkið í atvinnulífinu sem tóku völdin og silgdu þjóðarskútunni heillri í höfn. Engir flækjufætur óþroskaðra embættis og stjórnmála elítu á Íslandi voru tilkallaðir sem betur fer.
Tilvistarkreppa íslenskra stjórnmála var og er m.a. sú að forystumenn sjá ekkert annað en vandamál, tala aðeins um vandamál. Það má ætla að þá dreymi líka um vandamál, sem sagt þrífast á að skapa vandamál. Jafnvel þeir sem fremstir eru meðal jafningja í stjórnmálaelítunni muna ekki stundinni lengur, eftir að þeir eru komnir inn á Alþingi, að erindi þeirra þangað var að leysa úr flækjum mannlífsins, en ekki að flækja það frekar.
Miðvikudagur, 28. október 2009 blogga ég aftur og segi:
Nýr bjargvættur fundinn.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er engum líkur, ef hann klárar ekki málin þá gerir það enginn.
Ekta Skagfirsk seigla.
Ég vona að þetta sé rétt ályktun hjá mér, en er undrandi hvað Mogginn minn og ýmsir sjálfstæðisbloggarar eru hundfúlir.
Fimmtudagur, 29. október 2009
"Svart hvíta hetjan mín Ragnar Reykás, ekki meir, ekki meir".
Við verðum að kasta út í hafsauga svart hvítu stjórnmálamenningu okkar og "sandkassa" leikjum stjórnmálastéttarinnar , við höfum ekki efni á henni lengur, Við erum þá þegar komin í þá stöðu að við getum ekki sett skýklappanna á hausinn fullann af heimótta. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Tími málamiðlunar stjórnmála er upprunninn með þjóðarsátt af 89 gerðinni.
Það er einfaldlega lífspursmál fyrir efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Því viljum við vera Íslendingar áfram, þá verðum við að taka þátt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu - baráttunni sem aldrei lýkur . Nú er að duga eða drepast.
Verkfærin okkar eru náttúruauðlindir, gróðurlendið, miðin og orkulindirnar ásamt þeim mannauði í vel menntuðu og framtakssömu fólki sem skapar grunn fyrir sjálfbært efnahagskerfi við kraftmikla reisn ef samstaðan næst og skynsamlega er að farið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. október 2009
Hvar er nú þetta annað sem átti að gefa Hafnfirðingum 600miljónir á ári?,.
Sjálfskipaðir vitringar fóru á kostum með málstað okkar sem voru meðmælt deiliskipulagi Straumsvíkur sem um var kosið 2007. Lista tónsmiður Gaflara, Magnús Kjartansson sagði okkur sennilega vera haldna elliglöppum. Sjálfur höfuðkratinn Jón Baldvin dáðist af heilbrigðri dómgreind andstæðinga tillögunar með mörgum fögrum orðum.
Það er grátlegt að góðir og gegnir skulu láta glepjast og sjái ekki gegnum "Göbels" áróðurstækni rauðliðanna.
Hitt er annað og skiljanlegt að þeir sem tóku kommúnista "trúna" á barnsaldri hafi við varanlega geðröskun að stríða eftir niðurlægingu hennar sem sjálfsagt er að hafa í huga.
1971 var ég einn af stofnendum fyrsta náttúruverndar félags landsmanna og var í fyrstu stjórn þess, (varaformaður Hjörleifs Guttormssonar), en hætti þegar öfgarnar hinna "eldrauðu" helguðu tilganginn.
Það sem vantaði þá og vantar enn er að þeir "rauðu" vilja ekki skilgreina manninn og þarfir hans sem sjálfsagðan hluta náttúrunnar.
En samt sem áður og enn eru skoðana systkini mín jafn elsk íslenskri náttúru og hreinu andrúmslofti sem þessir grænu gaurar og stelpur sem eru helrauð að innan.
"Framtíðarlandið" Ísland verður aldrei grænt né grátt, það er og verður í öllum regnbogans litum, sem betur fer.
Orku og umhverfisverkfræðingum er betur treystandi til að finna jafnvægið milli nýtingar auðlinda, álags á umhverfi og þarfa fólksins í landinu en ekki grænum gaurum og stelpum, sem eru græn að utan en helrauð að innan með að vopni þrætubókarlist sjálfskipaðra verndarar umhverfisins með slíkri væmni að flestum verður flökurt af sem nenna að hugsa.
Það eru til fleiri litir en hvít og svart.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. október 2009
Nýr bjargvættur fundinn.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er engum líkur, ef hann klárar ekki málin þá gerir það enginn.
Ekta Skagfirsk seigla.
Meðal þess sem klárað var í gærkvöldi voru atvinnumál, atvinnuleysistryggingar, sjávarútvegsmál og efnahagsmál. Af einstökum framkvæmdum má nefna byggingu álvers í Helguvík. Vilhjálmur segir það mál komið í farveg sem sátt er um. Hann vill hins vegar ekki fara efnislega í niðurstöðurnar á þessari stundu, né önnur.
Einnig var rætt um persónuafslátt, sem ekki stóð til að hækka. Vilhjálmur segir að niðurstaða hafi fengist í það mál einnig. Hún verði kynnt síðar.
Á tímabili var þetta komið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. október 2009
Ofvitar þjóðarinar, jarðtengist strax!!!.
Við erum mörg sem orðin eru þreytt á blekkingariðnaði fjölmiðlafólks og náttúruleysingja malbiksins að fjárfestingar á landsbyggðinni séu ástæða vandans í efnahagsmálum og svívirðing gegn landinu.
Umræðan um Fljótsdalsvirkjun síðan Kárahnjúkavirkjun skapaði ósköp venjulega íslenska þrætubók , ekki um efnisatriði, heldur listina að þræta og hefur ekkert með sanna náttúruvernd að gera, auk þess heldur var sú framkvæmd ekki þensluskapandi.
Halldór Kiljan skilgreindi þessa iðju sem mjög skemmtilega og mikla andans íþrótt, og dundaði við hana oft sjálfur, þegar honum leiddist.
Óneitanlega er hún skemmtilegust ef hún er gerð af fólki sem framfleytir sér með skáldastyrkjum eða erfðagóssi eða telur sig eiga að hafa vit fyrir öðrum af því að það kann stundum að draga til stafs.
Núna þarf að spyrja þetta önnumkafna fólk hvort aðstæður nú krefji það ekki um að finna einhverja aðra þrætubók, því nú þarf að framleiða og framleiða gjaldeyri.
Þrátt fyrir að þessir snillingar hafi um langan tíma álitið að hlutverk þess væri að vitvæða þjóðina, þá sérstaklega heimsfræga orkuverkfræðinga og vísindamenn okkar íslendinga, veit þetta fólk ekki enn hvort kom á undan, hænan eða eggið frekar en við hin
"Og allir þeir töfrar, sem Ísland á til,
í óði hans búa sér skjól:
Þar glampar á bunu við blikandi hyl,
þar baðar sig jökull í sól ----."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. október 2009
Engin tilvistarkreppa verður liðin !.
Framtíðin er undir okkur sjálfum komin, það er að segja, hvers við æskjum, hvaða lífsgæði við viljum búa við, hvernig við nýtum náttúruauðlindirnar og mannauðinn á sem skynsamastan hátt, þar koma ekki aðrir til verka. Þetta felur í sér spurninguna um hvernig við finnum jafnvægið milli nýtingar auðlinda, álags á umhverfi og fólksfjölda í landinu.
Fremsta krafa allra íslendinga er auðvitað að auka hag sinn - efla menningu sína - skapa börnum sínum þau skilyrði til hugar og handar að sambærilegt sé við það besta í samfélagi nágranna þjóða í nútíð og framtíð.
En umfram allt viljum við vera baráttuglaðir íslendingar og taka þátt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu - baráttunni sem aldrei lýkur.Þriðjudagur, 27. október 2009
Skaðlegir lygamerðir.
Á förnum vegi var í vegi falleg stúlka með fallegt enni og sægræn augu, sem býsnaðist yfir stofnkostnaði álvera pr. starfsmann, sagði hann vera 100-300 miljónir króna.
Niðurstaða hennar var að álver væri forkastanleg lausn í atvinnumálum.
En því er til að svara að álver hefur verið starfrækt á Íslandi í 42 ár og skilað arði og feikna atvinnutekjum öll árin, þar að auki lægra verði á almennri raforkuafhendingu en ella hefði verið.
Fyrirtækið hefur þar að auki verið kjölfesta í atvinnumálum Hafnfirðinga allan þennan tíma. Meðan önnur hafa farið og komið, eins og gengur í atvinnumálum þjóðarinnar í heild, því miður.
Það er forkastanleg að múgsefjunarbatteríur af mjög afleitum stofni, uppvaktar af óvönduðum öfga uppeldis kommum, sé plantað í svo fallegar og saklausar stúlkur með falleg enni og sægræn augu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)