Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 29. maí 2009
"Ástir samlyndra hjóna", ríkisstjórn og AGS.
Þeim íslendingum sem nenna að hugsa er vel ljóst að aðal kreppuvaldurinn var verkstjórnarvandi stjórnvalda sem hafði verið mjög langvarandi og byggðist sjáanlega á kenndinni "kringlótta vömb" ef ég skil Guðberg rétt í "Ástum samlyndra hjóna", og sjáanlega er hann enn mikill því sömu gömlu súru og mygluðu bjargráðin eru dregin fram úr fortíðargeymslum stjórnarráðsins.
Nauðþurftir þjóðarinnar eru ekki forgangsmál því framtíðar skuldir heimilanna eru hækkaðar með vísitölusvipunni um10 miljarða fyrir 3 miljarða árs tekjuauka fyrir Arnarhólsliðið.
Við erum öll lent í þessu sagði landsfaðirinn Steingrímur, gjörið svo vel, haldið bara áfram að borga og brosa.
Enn virðist þessi hagspeki í algleymi, sennilega vegna þess AGS ætlar að tryggja að allar óreiðuskuldirnar við erlendar bankastofnannir verði greiddar upp á næstu þrem árum og það hafi algjöran forgang.
Við eigum ekki að borga óreiðuskuldirnar sagði Davíð, svei mér kannski, en ég er sammála.
Ekki er ég eða aðrir þeir sem ég þekki, í ábyrgð gagnvart þeim vitleysingjum sem lánuðu einhverjum íslenskum bjartsýnisfuglum allt þetta fé.
Von á víðtækari aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Hagnýting atvinnuleysistrygginga.
Blekkingarleikir í velferðakerfinu óþolandi. Þjóðin er búin að fá verki upp að háls af blekkingar leikjum bankakerfis og stjórnvalda sem sjáanlega hefur grafið um sig og þykir orðið sjálfsagt í almennu viðskiptalífi. Jafnvel erlend fyrirtæki, með starfsemi hérlendis hafa smitast af þessum hættulega víruss.
Ef þetta er rétt hefur spillingin grafið sig dýpra en ætla mætti, gegnsæið er víða myrkri hulið.
Í Guðanna bænum ekki meir, ekki meir.
Atvinnulausir í fullri vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. maí 2009
Svartnætti af aðgerðarleysi stjórnvalda.
Það er ekki að undra þótt fólk sé svartsýnt, því það er enn höfuðviðfangsefni þingmanna að tala í kross og stunda þrætur við andstæðinga sína, í stað þess að fara að vinna og gera minnst tvennt í einu, ef ekki þrennt.
Hæstvirtir þingmenn!!!!!.
Í stað þeirrar véfréttagleði sem þið hafið í frammi í sífellu um hve viðfangsefnin séu erfið fyrir ykkur að leysa, ættuð þið að muna að forseti Íslands setti verklagið, sem var eftirfarandi
" að Alþingis biðu síðan erfiðari verkefni en oftast áður; endurreisn fjármálakerfis, atvinnulífs og heimilanna, að tryggja velferð þúsunda sem glími nú við atvinnuleysi, tekjutap og eignamissi og að efla umsvifin í byggðum landsins".
Reynið nú að hysja upp buxurnar, bretta upp ermar og farið að taka fram lausnarverklag forsetans. Áfram nú.
Gangi ykkur öllum vel.
Íslendingar svartsýnir á horfur í efnahagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. maí 2009
Ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
Ef ríkið getur komið á sjáanlegri samkeppni verslana er það mikið gleðiefni, og löngu tímabært.
Það er tímabært að fólkið í landinu verði vart við einhverja raunverulega samkeppni milli verslana án þess að slíta mörgum skóm í leit að betra verði.
"Ríkiskaup sögð blessa kennitöluflakk.
Kjartan Örn Sigurðsson forstjóri Office 1 segir fyrirtækið hafa getað uppfyllt þarfir ríkisins fyrir ritföng og skrifstofuvörur. Fréttablaðið/Hörður
Kjartan Örn Sigurðsson, forstjóri Office 1, segir Ríkiskaup hygla nýjum félögum í eigu banka á kostnað einkaframtaksins. Rammasamningar sem Ríkiskaup höfðu við gamla A4 og gamla Pennann voru framseldir nýja A4 og nýja Pennanum. Þetta hefur Office 1 kært til kærunefndar útboðsmála.
Ríkiskaup hefur með þessu lagt blessun sína yfir kennitöluflakk ríkisbankanna," skrifar Kjartan í grein í Fréttablaðinu í dag. Í svari Ríkiskaupa til kærunefndar útboðsmála vegna kæru Office 1 segir hins vegar að framsal samninga gömlu fyrirtækjanna til þeirra nýju hafi meðal annars verið samþykkt til að tryggja viðskiptahagsmuni ríkisins varðandi næga samkeppni á markaði og vöruval. Slíkt framsal sé heimilt.
Kjartan segir rök Ríkiskaupa ekki halda. Office 1 sé einnig aðili að umræddum rammasamningi og gæti auðveldlega fullnægt þörfum ríkisins. Þá bendi ég á að til þess að mega taka þátt í útboði hjá Ríkiskaupum þurfa fyrirtæki að hafa staðið í rekstri í minnst sex mánuði. Það hafa þessi nýju félög auðvitað ekki gert," segir hann.
Félag íslenskra stórkaupmanna hefur einnig gagnrýnt ákvörðun Ríkiskaupa í þessu máli. Ríkiskaupum er eins og öðrum óheimilt að beita ólögmætum aðferðum við að ná fram lögmætum markmiðum sínum," segir í ályktun félagsins."
Föstudagur, 22. maí 2009
Jóhanna flytur skýrslu um efnahagsmál nk. mánudag.
Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasta hamar. Vaknaðu, reistu þig lýður míns lands.
(Einar Ben)
Við erum vöknuð við vondan draum..!
(Fulltrúar allra flokka mun tala í umræðunum.)
Mönnum er ljóst að í aðdraganda kreppunnar var verkstjórnarvandi stjórnvalda mikill mjög langvarandi, og því miður er hann enn mikill.
En sem betur fer hafa stjórnvöld nægan liðsauka til auka sína verkfærni.
Það er krafa allra landsmanna sem lifa við raunverulega jarðtengingu við fósturjörðina að stjórnmálamenn leggi af innantóma þrætubókarlist í umræðu um þessa skýrslu. Sú list hefur lagt mikið af mörkum til þess öngþveitis sem skall á okkur öllum síðastliðið haust og í raun gert íslenska stjórnmála umræðu og stjórnmálastarf gjaldþrota. Það er allavega ljóst að hún nýtur takmarkaðar virðingar í dag.
Vekja þarf upp raunverulega og vitræna rökræðu um endurreisn og styrkingu varna í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Við verðum að mynda þjóðarsátt allra stétta til að brúa okkur burt frá óreiðu fortíðar.
Vonandi eigum við stjórnmálamenn og konur sem kunna að greina hinn daglega vanda, kunna samræðulist stjórnmála, og kunna að leysa það næsta óleysanlega með samstarfi og samræðu við hagsmuna hópanna í samfélaginu og sín á milli.
Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann, það er menningin, íslenska þjóð.
(Jóhannes úr Kötlum)
Flytur skýrslu um efnahagsmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. maí 2009
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS, er komin til landsins.
Steingrímur J. Sigfússon segir að fólk verði að fara horfast í augu við hversu alvarleg staða ríkissjóðs sé.
Erfiðleikarnir verði ekki umflúnir og umræðan verði að taka mið af því.
Nú fá fjölmiðlar að ræða við sjóðinn nk. fimmtudag. Þá þarf ekki lengur véfréttir, þá er hægt að ræða beint og milliliðalaust við þessa ágætu stofnun.
Ágætu fjölmiðlar, fáið eitthvað bitastætt um hvernig staða þjóðarbúsins er, það er nauðsynlegt.
Sendinefnd AGS í heimsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. maí 2009
Er búinn að gefast upp.
Svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Sannur leiðtogi hinna vinnandi stétta beygir sig undir ofurvald hefðbundinnar niðurstöðu stjórnmála umræðu íslendinga.
Henni fær engin breytt, því er rétt að fara annað.
Vonandi kemur hann sem fyrst til baka.
Sturla Jónsson: Ég er búinn að gefast upp"
Sturla Jónsson. Mynd/FrikkiSturla Jónsson, vörubílstjóri og einn þekktasti mótmælandi síðustu missera á Íslandi hefur ákveðið að flýja land. Hann heldur til Noregs eftir helgi, kominn með nóg að eigin sögn og segir ekkert framundan á Íslandi.
Ég fer eftir helgi, en fjölskyldan verður eftir hér heima á meðan ég safna í sjóð til þess að koma þeim út," segir Sturla sem ætlar að keyra flutningabíl í Noregi. Hann segir launin allt önnur og miklu betri í Noregi og segist fá um hálfa milljón króna fyrir fjörutíu tíma vinnuviku í laun. Hann segir að eiginkona sín sé einnig að reyna að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum þannig að enn sé óljóst hvar fjölskyldan mun að lokum setjast að.
Sturla segist fullviss um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ekkert gott í hyggju hér á landi. Verið sé að arðræna landið og bendir hann á líkindin með ástandinu hér í dag og í Argentínu á sínum tíma, en eftir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar í landi fór landið að endingu á hausinn.
Hann hefur því fengið nóg. Meðan fólkið stendur ekki upp og mótmælir þessu er ekkert hægt að gera. Ég er búinn að standa í þessu síðan í mars á síðasta ári og það gerist ekkert af viti," segir Sturla og bætir við: Ég er búinn að gefast upp."Miðvikudagur, 20. maí 2009
Er spilling okkur eðlislæg?.
Fornleifastofnun sökuð um hæpnar starfsaðferðir.
Fornleifastofnun sökuð um hæpnar starfsaðferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. maí 2009
Rugluð þjóðernislepra eða þvæla.
Er það rétt að menn séu tilbúnir til að kasta frá 10 miljörðum króna bara vegna sjúklegrar þjóðerniskenndar og hræðslu við útlendinga?.
Ef íslenskir kaupsýslumenn er svona sjúkir er ekki furða þótt illa hafi farið.
Ég vil ekki trúa að hræðslan við útlendinga sé á svo sjúklegu stigi.
Vildu ekki selja Icelandair úr landi
Einar Sveinsson Ég hafði ekki áhuga á að selja félagið útlendingum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum við útlönd og má segja að það sé hluti af sjálfstæði landsins," segir Einar Sveinsson, einn eigenda fjárfestingarfélaganna Máttar og Nausta og stjórnarmaður Icelandair Group.(Lesið allt viðtalið í Mbl.)Miðvikudagur, 20. maí 2009
Gengispínan Jöklabréf.
Ég ætlast til að það sé upplýst hver eigi bréfin sem enn veltast í kerfinu og skapað hafa kröfu um okurvexti til stórtjóns fyrir heimilli og fyrirtæki. Ég vona að í ljós komi að stærri hluti en minni sé í eigu innlendra aðilla.
Hvað eru jöklabréf?
Jöklabréf (e. glacier bonds) er heiti sem notað er yfir skuldabréf sem erlendir aðilar hafa gefið út í íslenskum krónum. Þessi útgáfa hófst í ágúst árið 2005 og hefur vaxið mjög hratt síðan.
Í grundvallaratriðum er enginn munur á jöklabréfum og skuldabréfi sem íslenskur banki hefur gefið út í sömu mynt, nema hvað útgefandinn er erlendur í öðru tilfellinu og innlendur í hinu. Í báðum tilfellum á sá sem kaupir bréfið kröfu á útgefandann um greiðslu á vöxtum og höfuðstól í íslenskum krónum. Erlendir aðilar hafa hins vegar yfirleitt ekki mikinn áhuga á að skulda í krónum og þurfa þar með bæði að búa við gengisáhættu og háa vexti. Því semja útgefendur jöklabréfa alla jafna við íslenskan banka um vaxta- og gjaldmiðilskipti. Með því er átt við að íslenski bankinn tekur að sér að greiða vexti og afborganir í krónum. Íslenski bankinn tekur á sama tíma lán í erlendri mynt sem útgefandi jöklabréfsins tekur að sér að greiða af í staðinn. Íslenski bankinn fær síðan krónurnar sem fengust fyrir sölu jöklabréfsins en útgefandi jöklabréfsins fær andvirði erlenda lánsins.
-------
Hluti af svari Gylfa Magnússonar viðskitparáðherra á visindavef Háskóla Íslands.