Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 19. maí 2009
Allsherjar ríkissósíalismi tekinn við af ríkiskapítalismanum á Íslandi.
Samkvæmt frétt í Mbl. í dag, er býsnast yfir að "ríkið" þ.e. stærri bankarnir þrír skulu hafa leyst til sín Icelandair Grupp og þessari aðgerð gefið nafnið "ríkissósíalismi" af mönnum með fráhvarfseinkenni hinnar kapítalísku siðblindu.
Ætla þessir menn ekki að skilja eftir allt sem undan er gengið að hin kapítalíska siðblinda hefur leitt til þess að þjóðnýta verður allt tabúið.
Kapítalismi andskotans var skilgreint hugtak látins íslensk hugsjóna og sómamans um misbeitingu valds til að þjóna ákveðnum hagsmunnahópum á kostnað almennings.
Má vera að siðræna væri að kalla þennan kapítalisma, ríkiskapitalisma.
Já Manni minn við megum ekki vera siðblindir.
Mbl. í dag. Einn allsherjar ríkissósíalismi tekinn við.
Einar Sveinsson
Einar Sveinsson, fráfarandi varaformaður stjórnar Icelandair Group, segir hörmulegt hvernig komið sé fyrir fyrirtækjum á Íslandi. Þau virðast hvert af öðru lenda í eigu ríkisins. Það er eins og einn allsherjar ríkissósíalismi sé tekinn við.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. maí 2009
Tónlistar dagdraumar, listaveislur á heimsmælikvarða geta engu breytt.
Það eru margir dagdraumar sem fylgja því að verða "stór". Reykvíkingar með aðstoð ríkisins að venju, héldu að þeir væru orðnir "stórir" svo þeir hófust handa með sinn "LSD" --lang stærsta drauminn, án þess að gera sér grein fyrir að það er barnaleikur að byggja draumahúsið. En að reka það um alla framtíð mun gera íslendinga fátæka og aumkunarverða.
Þáverðum við ekki lengur stórastir í heimi.
Listaveislur á heimsmælikvarða geta þar engu breytt því miður, húsið mun grotna niður í enn verra ástand í ystu kápu en Þjóðleikhúsið á undra skömmum tíma þar sem það stendur við sjávarkantinn og skýlir Seðlabankanum fyrri norðan hvellum.
Verið ekki með þessi blekkingar skrif um arð frá rekstri í Mbl. Auðvitað þarf að klára húsið, allt annað væri heimska -- en meiri blekkingar, nei takk, nei takk.
Þjóðin er búin að fá verk upp að háls af blekkingar leikjum stjórnvalda, bankavalds þar sem allir vita að heimskunnar vald réði ferð alltof lengi, í Guðanna bænum ekki meir, ekki meir.
Svona er þetta bara manni minn, já, já.
"Vegna veiks gengis krónunnar gæti Tónlistar- og ráðstefnuhúsið alls kostað um 25,2 milljarða króna. Þegar ríki og borg undirrituðu samkomulag um að ráðast í byggingu hússins árið 2002 var tilkynnt að áætlað væri að húsið myndi kosta sex milljarða. Framreiknuð, miðað við byggingavísitölu í október 2008, nemur sú fjárhæð 10 milljörðum króna"
Tónlistarhús 650 millj dýrara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. maí 2009
Til hamingju Hrafna Hanna idolstjarna frá Djúpavogi.
Það var stórkostlegt að fylgjast með söngkonunni frá Djúpavogi, hægt og sígandi náði hún til hæðstu hæða og lauk keppni með stjörnu stæl.
Það hefur komið margt afburða einstaklinga frá "Kongó", nægir að telja Eystein ráðherra, Stefán fréttamann, skáld og þingmann, Hrafna söng Díva, Ástu Golfsnilling og margir fleiri snillingar. Líka sumir minna bestu samferðamanna.
Til hamingju Hrafna Hanna og þið öll á Djúpavogi.
Fékk tvær milljónir í verðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. maí 2009
Þetta var rosalegt Jóhanna!!!.
Ó Jóhanna, Jóhanna söng díva !!. Þetta var magnað, þetta var stórkostlegt. þunglyndi þjóðarinnar er horfið eins og dögg fyrir sólu og stórasta land í heimi er stærra og merkilegra en menn höfðu talið síðustu tíu mánuði. Nú birtir og blómgast allt sem hafði fölnað. Upp, upp mín sál og allt mitt geð, sjáðu, þetta er ekki svo mikið streð.
Ísland í 2. sæti í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 16. maí 2009
Ég vill bara ekki borga og brosa frekar en Davíð.
Ríkisstjórn á að lækka vexti og látið sverfa til stáls. Það stendur í yfirlýsingu ríkisstjórnar að vextir eigi að lækka verulega í júní. Á það er treyst.
Eru menn hissa á að AGS leggi línurnar. Það er alveg kristal klárt að Seðlabanki og peningamálanefnd sætir fyrirmælum AGS.
Þetta allt má lesa í greinargerð Peningamálanefndar.
Það á að skapa algera stöðnun í atvinnumálum, engar nýjar framkvæmdir í arðgefandi framleiðslu og þjónustuverkefnum. Hér á að koma á brunaútsölum í stórum stíl.
AGS er verkfæri kapítalískra lánadrottna stórveldanna það er löngu vitað.
Nú er þetta allt að skýrast manni minn!!! . Ég vil bara ekki borga og brosa, frekar en öðlingurinn Davíð.
Það er nú málið manni minn.
Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. maí 2009
Því verður ekki trúað að óráðsían sé enn naglföst á Alþingi.
Það verður lengi munað eftir þeim fyrrverandi sem taka við biðlaunum, en eru á fullum launum sem þingmenn.
Það er krafa allra að kjörnir fulltrúar okkar séu hófstilltir og til fyrirmyndar í móttöku á sporslum fyrir störf í því umhverfi sem við er búið.
Ein þingkona ríður á vaðið.
Þiggur ekki biðlaun ráðherra segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, enda á ráðherralaunum.
Það væri nú annað hvort, almættinu sé þökk, vonandi kemst hún af.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. maí 2009
Skipað gæti ég væri mér hlýtt.
Nú skal það ekki vera höfuðviðfangsefni þingmanna lengur að tala í kross og stunda þrætur við andstæðinga sína, nú skulu þeir fara að vinna og gera minnst tvennt í einu, ef ekki þrennt.
Forseti Íslands setti verklagið.
"Forsetinn sagði, að Alþingis biðu síðan erfiðari verkefni en oftast áður; endurreisn fjármálakerfis, atvinnulífs og heimilanna, að tryggja velferð þúsunda sem glími nú við atvinnuleysi, tekjutap og eignamissi og að efla umsvifin í byggðum landsins".
Til hamingju, gangi ykkur öllum vel.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. maí 2009
Er alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í rugli ?.
Það fer ekki á milli mála peningamálanefnd Seðlabanka hefur til margra horna að líta vegna næstu vaxtaákvörðunar. Fram eru komnar ályktanir frá öllum meginstoðum atvinnulífsins um mikla lækkun stýrivaxta. Öll hagsmunasamtök hafa ályktað einróma um nauðsyn verulegrar lækkunar og jafnframt bent á að það skerði ekki gengi krónunnar. Og í Kastljósi fyrir nokkru pressuðu bankastjórar ríkisbankanna á mjög verulega lækkun stýrivaxta.
Spurningin er, hvert er mat Alþj. Gjaldeyrissjóðsins, samræmist mikil lækkun nú, umræddri áætlun og gengisstefnu þeirra?. Við bíðum með önd í hálsi og viljum fá svör en vonum það besta.
Því við megum ekki við öðru hruni.
Sitjum ekki undir tilskipunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Burt með þrætubókina um stund,skoðum í skrínin.
Stjórnendur þessa lands hafa siglt þjóðarskútunni á sker æði oft.
Meirihlutinn í skoðanakönnun nýverið sagði að við skildum skoða hvort við gætum fengið ásættanlega hjálp við stýrið á þjóðarskútunni. Það finnast kannski góðir lóðsar um skerjagarðanna þarna hjá EB, sögðu landsmenn.
En við verðum að vera Íslendingar, frjálsir og fullvalda og viljum taka kröftugan þátt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu - baráttunni sem aldrei lýkur, utan sem innan EB.
En við getum ekki tekið afstöðu til EB aðildar, án þess að vita um hvað málið snýst, kosti þess og galla.
ESB-tillagan birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Skattpína eldri borgara.
Maí 2009.
Ég vil eindregið hvetja alla til að lesa þessa grein Bjarna, enda er Bjarni ein okkar færasti sérfræðingur í þeim málum sem snerta okkar hagsmuni mest, tryggingar og skattmál.
Erling Garðar Jónasson.
Föstudaginn 1. maí, 2009 - Aðsent efni
Er unnt að skattpína eldri borgara enn meir?
Eftir Bjarna Þórðarson
Útreikningar gerðir með aðstoð Reiknhildar á vef TR.
Tegund | Anna | Guðrún | Jón | Sigurður |
|
TR | 180.000 | 103.408 | 99,327 | 53.758 |
|
Lífeyrissjóður | 0 | 0 | 100.000 | 100.000 |
|
Fjármagnstekjur | 0 | 100.000 | 0 | 100.000 |
|
Skattur | 24.755 | 10.000 | 31.945 | 24.993 |
|
Greiðsla Skerðing Hlutfall skerðingar | 155.245 | 193.408 61.837 62% | 167.382 87.863 88% | 228.765 126.480 63% | - |
Bjarni Þórðarson
Eftir Bjarna Þórðarson: "Stjórnmálamenn virðast ætla að auka enn skattlagningu eldri borgara með auknum tekjutengingum og hækkun fjármagnstekjuskatts af sparifé."
NÚ HAFA ábyrgir stjórnmálaleiðtogar látið í veðri vaka að hugsanlega verði svonefndur fjármagnstekjuskattur hækkaður, svo og eru hugmyndir uppi um auknar tekjutengingar. Ekki verður vanþörf á að hækka skatta, hvort sem skatttekjur hækka sem slíkar eða ekki, eins og nú er í pottinn búið. Hins vegar verða allir að gera sér skýra grein fyrir skattstofnunum og hvað felst í breyttri skattálagningu fyrir einstaka hópa þegnanna.
Væntanlega var sparifé landsmanna í innlendum fjármálastofnunum meginstofn fjármagnstekjuskatts á árinu 2008. (Einhverjir voru svo heppnir að selja hlutabréf sín en flestir sem áttu bréf töpuðu margfaldri þeirri fjárhæð sem þeir greiddu í skatt af arði á síðustu árum.) Lánskjaravísitala hækkaði um rúm 16% á árinu þannig að nafnvextir þurftu að nema a.m.k. 16% að meðaltali á bankainnstæðum til þess að viðhalda verðgildi sínu. Skyldu þeir vera margir Íslendingarnir sem nutu jákvæðrar raunávöxtunar á sparifé á árinu 2008, þ.e. fengu hærri nafnvexti en 16%? Mér er það mjög til efs. Sá sem náði 16% nafnvöxtum þarf að greiða ríkisvaldinu 1,6% hér af sem fjármagnstekjuskatt og heldur 14,4% eftir. Sparifjáreignin hefur því lækkað að raungildi.
Mér er ekki grunlaust um að eldri borgarar eigi allstóran hluta af sparifénu í bönkunum og hafi ætlað að eiga það til góða eftir að þeir væru seztir í helgan stein. Ekki er nóg með að þeir verði fyrir þessari rýrnun vegna skattheimtunnar heldur er einnig höggvið í þennan knérunn af Tryggingastofnun ríkisins (TR). Nú, hvernig má það vera? Jú, lífeyrisgreiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar skerðast ef lífeyrisþeginn hefur aðrar tekjur, t.d. frá lífeyrissjóði og vexti af sparifé og fyrir einstaklinginn er þetta ígildi tekjuskatts.
Við skulum skoða aðstæður fjögurra skólasystkina um sjötugt. Öll eru þau einstæð, tvö eiga ekki rétt til lífeyris frá lífeyrissjóði, en annað þeirra á 7,5 millj. á góðum bankareikningi. Hin tvö eiga rétt til 100 þús. kr. úr lífeyrissjóði á mánuði og annað þeirra á 7,5 millj. kr. á bankareikningi. Meðfylgjandi tafla sýnir mánaðarlegar tekjur hvers um sig þegar gert er ráð fyrir 16% vöxtum af bankareikningunum.
Sjá töflu
(Útreikningar gerðir með aðstoð Reiknhildar á vef TR)
Verðbólga er 16% svo raunávöxtun er engin af bankareikningum. Guðrún verður engu að síður að sætta sig við fjármagnstekjuskatt sem nemur 62%. Skattlagningin á lífeyri Jóns nemur aðeins" 88% og skattlagningin á lífeyri og fjármagnstekjur Sigurðar nemur 63%.
Er eitthvert vit í þessu? Hvað með skerðingar vegna legu á hjúkrunarheimilum? Þessi hópur, þ.e. einhleypir lífeyrisþegar, er líklega verst settur gagnvart skerðingum og verðbólga í fyrra vonandi einstök. Aðstæður nú eru kannske ekki fallnar til breytinga í lagfæringarátt (en undanfarin ár hefur ávallt verið stefnt að því að draga úr tekjutengingum en raunin hefur orðið þveröfug) en er nokkurt vit í auknum tekjutengingum, eða hvað?
Verðtrygging
Fyrir nokkrum vikum krafði ég gagnrýnendur verðtryggða húsnæðislánsformsins um lýsingu á því lánsformi sem við ætti að taka. Enginn hefur svarað enn. Fjármálaráðherra færði sem rök fyrir afnámi verðtryggingar nýlega í sjónvarpi að stýrivaxtavopnið væri bitlítið þar sem verðtryggingin væri svo víðtæk sem raun ber vitni. Sem sagt stjórnvöld gætu ekki krafið skuldara húsnæðislána um 18-20% í vexti af eftirstöðvum lánanna en í því felst biturleiki vopnsins! Menn eiga að segja beint út það sem þeir meina. Lántakendur sem hlýddu á ráðherrann hafa eflaust ekki áttað sig á áhrifunum sem hann saknaði að hafa ekki getað náð fram eftir hrunið. Kannske hefur hann sjálfur ekki gert það.Brýna nauðsyn ber til að bjóða upp á óverðtryggða lánakosti sem fólk getur valið í stað hins verðtryggða sem og til þess að umbreyta gildandi lánum og gera skýra grein fyrir því hvernig greiðslubyrðin breytist. Ég sé enga aðra skýringu á tómlætinu en þá að ekkert lánsform sé í sjónmáli. Þá þarf að skýra fyrir fólki hvað muni felast í niðurskurði lána um 20% eða kippa vísitölu úr sambandi með hliðstæðum áhrifum. Hvað mun það kosta ríkissjóð í auknum skuldbindingum, en hann ber ábyrgð á öllum skuldum Íbúðalánasjóðs, sem ekki verður velt yfir á aðra en skattgreiðendur og þar munu eldri borgarar örugglega þurfa að bera drjúgan hluta.
Höfundur er tryggingastærðfræðingur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)