Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Það er dýrt að vera íslendingur.

Já það er alltof dýrt að vera íslendingur, og ég er ekki hissa á því eftir að hafa hlýtt á nýkjörnu elítuna í sjónvarpinu í gærkvöld.

Nýkjörna elítan til Alþingis sat fyrir í gærkvöld og sagði okkur hlustendum ekki neitt, ekkert bitastætt, sama pólitíska farandleikhúsið og áður með virkri aðstoð leikstjóranna frá sjónvarpinu, eins og undanfarnar vikur.

Er þetta það nýja Ísland sem við vorum að biðja um?, er þetta hin nýja pólitíska myndvarp sem við eigum að búa við?.

Verst er sú tilhneiging fjölmiðlanna að persónugera hið pólitíska starf í talsmönnum flokkanna sem hjálpar til að gera það að einhverri aulafyndni og tíma sóun að taka þátt stjórnmálastarfi.

Er ekki nokkur leið að lyfta pólitískri umræðu á hærra plan hjá Sjónvarpi allra landsmanna og öðrum fjölmiðlum, við þurfum þess núna fremur en nokkru sinni áður.


Elítan í sjónvarpssal í kvöld.

Nýkjörna elítan til Alþingis sat fyrir í kvöld, hvílík myndræn upplifun, en töluðu orðin sögðu mér, að ekki er að undra hver staðan er.

Þurfa þeir ekki á hjálp að halda?.

Maður spyr og spyr, og hefur verið hvað eftir annað kjaftstopp með spurningar um hvað sé að hjá stjórnendum þessa lands sem sigldu  þjóðarskútunni á sker hvert annað andartak á söguskeiði lýðveldistímans, á og eftir mestu góðærum  þeirra sögu. Er  það fortíðarþrá sem um er að kenna?, þrár og söknuður í moldarkofana og drullupollana sem ræður ferð ?. Það virðist vera.

Ekki getur það verið þjóðernisrembingur sem birtist í svo ömurlegum söknuði. Þeir eru að vísu til sem enn sakna hópreiðar í annað sinn til að vera á móti framförum til auðvelda tilveru á þessu skeri okkar.

Getur verið að elítan sé haldinn slíkri fortíðarþrá.

Af hverju ræðir elítan ekki samhent um bjargráð fyrir þjóðina sem við vorum að ráða elítunna til, frekar en um allann skítin og flísarnar í augum kolleganna. Hvílík forsmán.

Þarf ekki hjálpa elítunni.


"Svart hvíta hetjan mín Ragnar Reykás".

Við verðum að kasta út í hafsauga svart hvítu stjórnmálamenningu okkar, við höfum ekki efni á henni lengur, tími málamiðlunar stjórnmála er upprunninn með þjóðarsátt af 89 gerðinni. Það er einfaldlega lífspursmál fyrir efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar.

Því við viljum áfram vera Íslendingar og verðum sem slíkir að taka þátt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu - baráttunni sem aldrei lýkur . Verkfærin okkar eru náttúruauðlindir, gróðurlendið, miðin og orkulindirnar ásamt þeim mannauði í vel menntuðu og framtakssömu fólki sem skapar grunn fyrir sjálfbært efnahagskerfi við kraftmikla reisn ef skynsamlega er að farið.

Niðurstaða kosninganna sýnir svo ekki verður um villst að vel hefur tekist til hjá svart hvítu hetjunum Rauðhettuflokkanna að planta hræðsluáróðri í landsbyggðar kjördæmunum, þar hefur herópið Úlfur, Úlfur um aðildarviðræður við EB komist vel til skila.

Við eigum ekki að taka á þessu brýna máli með minnimáttar eða vanmáttarkennd, eða fíflagangi vegna núverandi ástands. Við verðum að hafa aðgang að sömu verfærum og samkeppnis þjóðir okkar, við getum ekki búið við viðskiptahindranir á okkar bestu mörkuðum. Við verðum að óska eftir aðildarviðræðum við EB strax, við höfum engan tíma til að hangsa eða vera hrædd. okt_2006_001.jpg
Við erum að öllu leyti vel búin til viðræðna, af fullri einurð og sjálfsvirðingu.

Við vitum hver okkar samningsmarkmið eru. Við vitum hinsvegar ekki samnings niðurstöðu, fyrr en á reynir. Við erum þá þegar komin í þá stöðu að við getum ekki sett skýklappanna á hausinn og sagt ekki meir, ekki meir af heimótta. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við verðum að láta af hræðslu og ótta við náið samstarf við viðskiptalönd okkar, bæði félagslega og fjárhagslega þegar það er hagkvæmt fyrir heildar hagsmuni okkar.

Og munið, að stjórnvöld annast samningsgerð og ef þau telja að samningsgrunnurinn sé okkur hagstæður verður hann lagður fyrir þjóðina og þjóðin hefur síðasta orðið.




Krafa dagsins.

Fremsta krafa landsmanna  er auðvitað að auka hag sinn - efla menningu sína - skapa börnum sínum þau skilyrði til hugar og handar að sambærilegt sé við það besta í samfélagi þjóða í nútíð og framtíð. En umfram allt viljum við vera Íslendingar og taka þátt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu - baráttunni sem aldrei lýkur.  Við viljum taka þátt í að brjóta hverja þá ógnaröldu er á þjóð okkar kann að skella - eins og harðar bergnasir okkar sæbröttu strandar brjóta þungar og svalar öldur Atlantshafsins. Við verðum líka að efla samkennd og réttlæti með þjóðinni, milli byggða og milli manna - og þjóða.

En eins og fram kemur í erindi þjóðskáldsins hefur okkar fallega gjöfula land með fallvötn, jarðhita, gjöful fiskimið og gróðurmold hvíslað að honum sínar kröfur og bendir okkur á leiðir:

 

Og nú flyt ég til þín þessi alvöruorð,

Sem   mitt ættarland hvíslaði að mér.

Ekki  einungis bindur ósk þess við borð,

lífið allt krefst hins sama af þér.   

(Jóhannes úr Kötlum)


Hvað viljum við uppskera í dag.

Við viljum breytingar frá tug ára stjórnmálaóreiðu á Íslandi.

Við þökkum forsjóninni, óþreytandi frumkvöðlum og því að við búum Ísland, við búum við verðmæti og við eigum öryggi, og við tökum undir í herópi Einars Ben:

Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasta hamar. Vaknaðu, reistu þig lýður míns lands.

Við erum vöknuð...!

Það er krafa allra landsmanna sem lifa við raunverulega jarðtengingu við fósturjörðina að stjórnmálamenn leggi af  innantóma þrætubókarlist sem einkennt hefur íslenska stjórnmála umræðu allan lýðveldistímann og einhendi sér í raunverulega vitræna rökræðu um endurreisn og styrkingu varna í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Við viljum þjóðarsátt til að brúa okkur burt frá óreiðu fortíðar.

Við viljum stjórnmálamenn og konur sem kunna að greina hinn daglega vanda, kunna samræðulist stjórnmála, kunna að leysa það næsta óleysanlega með samstarfi og samræðu við hagsmuna hópanna í samfélaginuwaterfall.jpg.

Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann, það er menningin, íslenska þjóð! (Jóhannes úr Kötlum)


Vaknaðu, reistu þig lýður míns lands.

erling_03-2008_064.jpg

Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasta hamar. Vaknaðu, reistu þig lýður míns lands. (Einar Ben).

Hlustaði á spjall þeirra Sif Friðleifsdóttur Framsókn og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Sjálfstæðisflokki eftir hádegislúrinn og ég vaknaði vel þegar í ljós kom að báðar eru hlynntar aðildarviðræðum við EB.

Þó að fylgdi smá moð og fyrirvara kjaftæði með, en ljóst var að þær báðar eru vaknaðar.

Hvílík gæfa að eiga svo greindar konur á væntanlegu þingi sem átta sig á því að nóg er komið af fullyrðingaflóði, sem eru farnar að átta sig á að rétt sé að bíða samningsniðurstöðu og meta pólitíska stöðu málsins þegar hún er fengin.

Við erum sjáanlega öll að vakna...!

 


Verkefni þjóðarinnar 25 apríl 2009.

Gull í mund

Sjáið þið til virðulegir kjósendur, hin almenni atvinnurekandi og launamaður sem eru krossfestir í óáran íslenskra peningamála mun aldrei framar ljá því hug eða heyrn að blekkjast af jarðsambands lausum yfirboðum og rugli framar.

Þjóðin býður eftir lausnum frá þeim vanda sem við er búið, það eru verkefni en ekki vandamál.

Þjóðin verður því nú að kjósa þann flokk sem hefur kjark til að taka rétt og vitrænt á efnahagsmálum okkar, án óra og áráttusýki.

Það er verkefni þjóðarinnar 25. apríl 2009.


Við erum enn á strandstað, í erfiðum skerjagarði.

dsc02024pf.jpg

Það er meginkrafa allra íslendinga að koma fram af fullri reisn og sjálfsvirðingu í samfélagi annarra þjóða

Þetta er sanngjörn, vitræn grundvallarkrafa sem á að móta öll okkar átök við að bjarga þjóðarskútunni af strandstað. Við eigum sjálf öll verfærin til þess, en við verðum að tryggja að við siglum áfallalaust hjá framtíðar skerjagörðum.

Verkfærin eru okkar náttúruauðlindir, gróðurlendið, miðin og orkulindirnar ásamt þeim mannauði í vel menntuðu og framtakssömu fólki sem skapar grunn fyrir sjálfbært efnahagskerfi og kraftmikla reisn ef skynsamlega er að farið.

Við erum að öllu leyti vel búin til samstarfs með reisn og þurfum ekki að taka málum með minnimáttarkennd, óróa eða heimótta

Við vitum að það er okkar litla samfélagi nauðsynlegt að hafa sem lægstar hindranir í viðskiptum og félagslegri samvinnu við nágrana okkar á vegferð upp úr skelfilegum öldudal utan við skerjagarðinn.

Við verðum að óska eftir aðildarviðræðum strax.         

Við vitum hver okkar samningsmarkmið eru.

Við vitum hinsvegar ekki samnings niðurstöðu, fyrr en á reynir.


Dýrmæt íslensk pólitík af bestu gerð.

Ótrúlega fyndið

Komin er upp síða fyrir þá sem eru ósamnála þeim sem eru sammála, þetta er verða mjög áhugaverður grunnur að kjarnmiklum þrætubókum.

Þeir sem eru sammála eru sammála því að fá að vita ákveðna niðurstöðu, þeir sem eru ósammála þeim sem eru sammála eru ósammála því að þeir sem eru sammála fái að vita þessa ákveðnu niðurstöðu, því þeir þykjast vita niðurstöðuna.

Er þetta ekki einhvernvegin svona?.

Það er alveg ljóst að það er vandlifað á Íslandi.

 


Tæpum milljarði úthlutað til öldrunarmála

469832.jpg

23.4.2009          Hjúkrunaheimilið í Mörkinni, fullbúið.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2009. Samtals úthlutar ráðherra 952 milljónum króna til uppbyggingar hjúkrunarrýma, fækkunar fjölbýla á hjúkrunarheimilum, til endurbóta vegna öryggis- og aðgengismála, viðhalds á húsnæði og endurnýjun búnaðar og til uppbyggingar á félagsaðstöðu fyrir aldraða. Alls voru um 1,4 milljarðar króna til ráðstöfunar í sjóðnum og er ráðgert að tæpum 450 milljónum verði úthlutað síðar á þessu ári.

Hæstu framlögin renna til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut í Reykjavík, 341 milljón króna, hjúkrunarheimilis við Boðaþing í Kópavogi, 135 milljónir króna og hjúkrunarheimilisins Jaðars í Snæfellsbæ, 33 milljónir króna. Á öllum þessum stöðum er unnið að framkvæmdum. Auk þessa fara 115 milljónir króna í uppgjör vegna framkvæmda sem er lokið en voru óuppgerðar af hálfu heilbrigðisráðuneytisins, annars vegar 100 milljónir króna til hjúkrunardeildar á heilbrigðisstofnun Suðurlands og 15 milljónir króna til hjúkrunardeildar á Siglufirði.

Til verkefna sem miða að því að fækka fjölbýlum á hjúkrunarheimilum og bæta aðgengi og öryggismál verður varið 205 milljónum króna. Af þeirri upphæð eru um 80 milljónir króna sem greiddar eru vegna verka sem unnin hafa verið á undanförnum tveimur árum en reyndust dýrari en áætlað hafði verið, ekki síst vegna mikilla verðhækkana. Alls eru veittar 63 milljónir króna til bættar þjónustu- og félagsaðstöðu fyrir aldraða og 60 milljónir til ýmis konar viðhalds húsnæðis og endurnýjunar á búnaði.

                                    -------------------------------------------

Til að áætlun sé fylgt vantar hér upplýsingar um Hjúkrunarheimilið við Sléttuveg sem á að fjármagnast frá Fjárlögum og framkvæmdarsjóðnum og hvort náðst hafi samningar við fjárfesta vegna hjúkrunarheimilis á Völlum 7 Hafnarfirði, sú framkvæmd virðist vera einkaframkvæmd, merkt L í áætlun.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband