Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skuldaskil við almenning.

Á síðustu öld, seinni hluta, voru skuldaskil landsfeðra og útgerðar/fiskvinnslu nánast árstíðarbundin aðgerð, veðbönd sá ég á 45 veðrétti.

Þetta gerðu landsfeður að eigin sögn af neyð. Landsfeður og mæður eiga ekki að spyrja okkur, almenning, um hvað eigi að gera, þegar við erum að benda hvað þarf að gera. Þau eru valin af okkur til að gera það sem þarf að gera,  sérstaklega  ef að líkur séu á að frumskógarlögmál verði neyðargrunnur almennings. Neyð krefst neyðarráðstafanna.

Lánveitendurnir hafa búið við axlabönd og belti, með alt sitt á þuru, búið við vaxtamun svo ríflegan að hvergi í heiminum fannst annað eins. Þeir verða einfaldlega að setjast niður með skuldurum og leysa málin með þeirri reisn sem þeim sæmir og þeirra framtíð byggir á.

Ríkistjórn, byrjið samstarfið með stæl. Hysjið buxur lánveitenda upp. Lausn á skuldavanda heimilanna þolir ekki lengri bið.  

Hver vill bera kostnað af þeim blóðuga harmleik sem gjaldþrota fjölda heimil getur leitt af sér?. Það stendur upp á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að svara því með aðgerðum, væl dugar ekki lengur.

 


Hvað er til ráða Jóhanna, þinn tími er komin.

Við erum öll lent í þessu segir landsfaðirinn Steingrímur, með öðrum orðum haldið áfram að borga og brosa.
mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsfaðirinn áhyggjufullur

Já það eru margar hættur framundan, mesta hættan er að fólkið hætti að borga með brosi.
mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkstjórnarvandi stjórnvalda.

Mönnum er ljóst að í aðdraganda kreppunnar var verkstjórnarvandi stjórnvalda mikill mjög langvarandi, og sjáanlega er hann enn mikill.

Af þeim sökum hafa menn miklar áhyggjur af að langur og dýrmætur tími fari í meðhöndlun EB málsins hjá ríkistjórnar flokkunum.

Þetta er eðlilegt og skiljanlegt, en er ekki hægt að krefjast þess að stjórnvöld venji sig á að ef þau gera eitthvað, þá geri þau þrennt í einu eins og þyrluflugmenn þurfa að gera?.

Allavega þarf almenningur að gera tvennt í einu á hverjum degi, borga óreiðu bögglanna og brosa.

Örugglega hafa stjórnvöld nægann liðsauka til auka sína verkfærni.

 

 


Skattpína og skerðingar eldri borgara.

Hvet alla eldri borgara til að lesa  grein Bjarna Þórðarsonar "Er unnt að skattpína eldri borgara enn meir", í Morgunblaðinu í dag 1. maí. Greinin er eina sanna stöðumat þrælpíndrar stéttar á þessum degi. "Stéttin" er eldri borgarar, sem byggðu þá  varnarmúra fyrir samfélagið sem best munu duga  í núverandi kreppu, sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda -orkulinda, gróðurmoldar og sjávar- til  sóknar til  jákvæðrar efnahagsstöðu á ný í samfélagi þjóða. Hafi Bjarni miklar þakkir fyrir löngu tímabærar athugasemdir um það eignarnám sem stjórnvöld hefur í frammi við eldri borgara.

Bjarni er einn virtasti tryggingarfræðingur okkar, með tug ára reynslu í þeim fræðum.

Greinin styður á allan hátt ályktanir Samtaka aldraðra og er grunnur mikilla átaka framundan.autumn_leaves.jpg


Varnarsigur stjórnmálaliðs lýðveldisins.

Það er ljóst, að ég hef oftar en ekki verið ljóst að mitt pólitíska nef er mjög skeikult, en það er samt ekki mikið lélegra en margra annarra.

Mitt mat er nefnilega að sigurvegari kosninganna sé Sjálfstæðisflokkurinn sem heldur tryggð um fjórðungs kjósenda. Þetta er að mínu mati stórkostlegur varnarsigur fyrir alla peninganna, sem helst má líkja við sigra íslenska fótboltalandsliðsins, svo sjaldan sem það er.

Þeir sigrar hafa alltaf verið mikil upplyfting og gleðigjafi fyrir þjóðina.

Paradís

Þá skiptir ekki máli að fótboltinn hafi verið ótrúlega lélegur.

 

Til hamingju með daginn.


Flennsu fárið.

Sjálfstæðismaður góðvinur minn spurði hvað væri að frétta af Bónus flensunni. Ég kom af fjöllum, kunni engin skil á þeirri flensu. 5 mínútum síðar, vinurinn horfinn af vettvangi, skildi ég jókið. Maður verður sífellt seinni, því miður.Ótrúlega fyndið

Forræðishyggja er ekki lýðræðishyggja.

Hroki forræðishyggjunnar er mikill.

Stefna þeirra sem eru vinstra megin við vinstri er byggt á mjög bjöguðum forræðishugsjónum, eins allir vita.  Þar sameinast þeir þeim sem eru hægra megin við hægri, eins raun ber vitni.

Þess vegna telja slíkir enga þörf á að við sem erum þarna á milli, fáum að vita um samnings kjör að loknum aðildarviðræðum við EB.

Þess vegna engar aðildarviðræður.

ESB-andstæðingar ætla sem sagt að hafa vit fyrir heimskari hluta þjóðarinnar
og koma í veg fyrir að við óvitarnir fáum  að velja okkur farveg til framtíðar.

Já. EB-andstæðingar á Íslandi eru  í VG og  XD.


Er hagfræðin raunvísindi?.

Fróðleg umræða hjá hagfræðingum og viðskiptafræðingum í gær. En á ný er niðurstaðan að einkavæða gróða, þjóðnýta tapið. Sjálfsagt og hárrétt, meina þeir, bara tæknilegur ágreiningur um felubúninga.

Ég sem var að vona að kapítalismi andskotans væri endanlega drukknaður í skuldum,  nú í þúsundum miljarða króna drullupoti frjálshyggjunnar og ábyrgðarleysi hagspekinga, stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna.

Það er barnaskapur hagfræðinga að ætla þjóðinni að bjarga stjórnvöldum upp úr þeim drullupoti. Við erum tæknilega greiðsluþrota eins og fram kom.

Andvaraleysi og viðbrögð íslenskra hagspekinga gagnvart vinnubrögðum kapítalista andskotans er altækt og söm við sig. 


Kapítalismi andskotans.

Kapítalismi andskotans er nú algleymi um gjörvalla heimsbyggð. Kapítalismi andskotans er að einkavæða gróða, þjóðnýta tapið. Hvergi er þetta gert í ríkara mæli en í heimabyggð kapítalistana í Norður Ameríku.

Kapítalismi andskotans var skilgreint hugtak látins íslensk hugsjóna og sómamans um  misbeitingu valds til að þjóna ákveðnum hagsmunnahópum á kostnað almennings.

Þessu valdi hefur verið beitt hér á landi óspart allan lýðveldistímann til hagsbóta fyrir útgerð og landbúnað og er en í algleymi, 9 miljarðar vegna bænda á ári og væntanlega nokkur hundruð miljarðar vegna óráðsíu útgerðar í þetta sinn.

Nú skal þessu valdi beitt vegna óráðsíu banka.

En nú  er kapítalismi andskotans vonandi endanlega drukknaður í skuldum,  nú í þúsundum miljarða króna drullupoti frjálshyggjunnar og ábyrgðarleysi stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna. Það er barnaskapur að ætla þjóðinni að bjarga stjórnvöldum upp úr þeim drullupoti. Við erum tæknilega greiðsluþrota.

Andvaraleysi og viðbrögð íslenskra stjórnvalda gagnvart vinnubrögðum kapítalista andskotans er altækt og söm við sig, flauelsins mjúku hanskar og mildi eins og áður.

Já, núerling_03-2008_064.jpg er orðið of dýrt að vera íslendingur, og ég er ekki hissa á því eftir að hafa hlýtt á nýkjörnu elítuna í gleðibanka stjórnmálaumræðu sjónvarpssins í fyrra kvöld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband