Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 7. maí 2009
Nú er hagfræðin orðin svört.
Það er alveg kristal klárt að Seðlabanki gerir ráð fyrir í áætlunum sínum, sjáanlega samkvæmt fyrirmælum AGS , algera stöðnun í atvinnumálum, engar nýjar framkvæmdir í arðgefandi framleiðslu verkefnum.
Sennilega liggur fyrir ríkistjórnarflokkum krafa frá AGS um 50-100 miljarða niðurskurð og verulegar skattahækkanir. Þetta allt má lesa í greinargerð Peningamálanefndar.
Nú er þetta allt að skýrast manni minn!!! . Við eigum bara borga og brosa, annað ekki.
Umtalsverð vaxtalækkun í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. maí 2009
Eitt spor á réttri leið, hefði þurft þrístökk.
Stýrivextir lækkaðir um 2,5 prósentustig
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig, úr 15,5 prósentum í 13 prósent .
Peningastefnunefnd bankans mun kynna rökstuðning fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 í dag.
Vextir daglána lækka einnig um 2,5 prósentur en aðrir vextir Seðlabankans lækka um þrjár prósentur.
Lækkunin er í takt við spár greinenda. Greiningardeild Íslandsbanka spáði 1,5 til 2,5 prósentustiga lækkun. Og Royal Bank of Scotland spáði 2,5 prósentustiga lækkun svo dæmi séu tekin.(Vísir).Fimmtudagur, 7. maí 2009
Viljum ekki vera í skerjagarðinum lengur.
Maður hefur spurt og maður hefur kveðið á við aðra, er ekki þjóðarnauðsyn að fá einhverja hjálp við stýrið á þjóðarskútunni?.
Stjórnendur okkar og þessa lands okkar hafa siglt þjóðarskútunni á sker hvert annað andartak á söguskeiði lýðveldistímans, á og eftir mestu góðærum þeirra sögu.
Þau þurfa einhverja góða lóðsa um skerjagarðanna.
Hinn pólitíski vandi hefur verið mikill, VG og íhaldið kalla bara Úlfur, Úlfur, ef minnst er á EB, og fullyrðingaflóðið og pólitíska hvít lygin streymir í Amason stærðum frá þessum frómu flokkum um alla gallanna, engir kostir, bara Úlfur, Úlfur.
Þetta er nákvæmlega sama pólitíkin og þegar íslendingar völdu Dani fyrir skotskífu með skemmda mjölinu, til að hlúa að nauðsynlegri þjóðerniskennd. Úlfur, Úlfur.
Við getum ekki tekið afstöðu til málsins, án þess að vita um hvað málið snýst, kosti þess og galla.
En umfram allt viljum við vera Íslendingar, frjálsir og fullvalda og taka þátt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu - baráttunni sem aldrei lýkur. Það verðum við alltaf að hafa fremst í huga.
61,2% vilja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Er alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með bremsur í kreppuskriðinu?.
Það fer ekki á milli mála peningamálanefnd Seðlabanka hefur til margra horna að líta vegna vaxtaákvörðunar á morgun. Fram eru komnar ályktanir frá öllum meginstoðum atvinnulífsins um mikla lækkun stýrivaxta, hér fylgir með umsögn Alþýðusambands, og í Kastljósi í kvöld pressuðu bankastjórar ríkisbankanna mjög á verulega lækkun stýrivaxta.
Spurningin er, hvert er mat Alþj. Gjaldeyrissjóðsins, samræmist mikil lækkun nú, um ræddri áætlun og gengisstefnu þeirra?. Við bíðum með önd í hálsi og vonum það besta.
Því við megum ekki við öðru hruni.
Vaxtastefnan ógnar bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Tíminn er kominn segir iðnaðurinn.
Þolinmæðin er þrotin hjá heimilum og fyrirtækjum landsmanna.
Létta verður drápsklyfjar vaxtanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Orkuverðs hugsjónir Borgarahreyfingar.
Hugleiðing til Borgarahreyfingar vegna orkuverðs hugmynda þeirra.
Borgarahreyfingin á myndarlegan bæjarlæk, þessa auðlind vill hún auðvita nýta.
Útreikningar sýna að hægt sé að ná 10 mega wöttum af afli frá þessari virkjun, virkjunarkostnaður 100 miljónir króna fyrir hvert mega watt í slíkri virkjun. Virkjunarkostnaður því 1 miljarður króna.
Vatnsmagnið er mjög stöðugt allt árið og miðlun er mjög vænleg, hámarks orka á ári er því =10x8760=87600 mega watt tímar. 8760 er heildar klukkustundafjöldi á ári.
Lánið sem í boði er í bankanum ber 10% vexti, árskostnaður fjármagns því 100 miljónir króna. Lánið á að greiðast upp á tíu árum sem er 100 miljónir króna á ári, Jafnaðarvaxtakostaður á ári ca. 50 miljónir króna á ári. Þar með er heildarárskostnaður(H) =vextir+afborganir +rekstur. Rekstrarkostnaður er 2% af byggingarkostnaði á ári.
H=50+100+20= 220 miljónir króna á ári. Hver mega watt tími fyrstu 10 árin kosta með 100% nýtingu því =170 000 000/87600= 1940.64 krónur eða 1.95 króna @ kílówattstund.
Borgarahreyfingin fer í markaðsleit og kemst að því að blönduð notkun á markaðnum hefur að hámarki 3000 klukkustunda nýtingu. Fyrir þann markað þyrfti virkjunin að fá =170 000/3000= 57 krónur @ kílówattstund fyrstu tíu árin. Næstu 10 árin 20 000/3000=6.66 krónur @kílówattstund. Sem er nálægt smásölu verðinu á Íslandi í dag. Þessa virkjun þyrfti því miklu lengri afskriftar tíma en tíu ár
Borgarahreyfingin kemst líka að því að einhver stórnotandi(t.d. álver) sé á markaðnum sem þarfnast 10 mega watta afls í tíu ár og þurfi að nota aflið hverja einustu klukkustund ársins og vill greiða 3.90 krónur fyrir hverja kílówattstund sem framleidd er, nettó niðurstaða = virkjunin afskrifuð á tíu árum og 1 miljarður í hagnað.
Borgarahreyfingin samanstendur af skynsömu fólki sem er auðvitað hlaðið hugsjónum, því í hendi er einn miljarður króna til að gambla með á markaði eða til að byggja nýja virkjun og nægilegt söluverð um allan lífstíma virkjunarinnar í bæjarlæknum með framhaldshagnað er 7 krónur á kílówattstund, sem er í markaðsverði" þar með geta þeir verið velunnarar allra á markaðnum um alla framtíð.
Kvarta til ESA vegna orkuverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
"Góðir bankar" látið nú gott af vita.
Ekki greiðsluverkfall segja þær.
Þetta virðist ætla að reddast, segja lánastofnannir og er vonandi að svo sé.
En þetta reddast ekki, nema lausn skuldavanda heimilanna sé í boði.
Vitleysurnar sem boðnar hafa verið eru ekki boðlegar.
Þær eru niðurlægjandi aðgerð fyrir kvalda skuldara kreppunnar sem stjórnvöld bjuggu til.
Greiðsluverkföll ekki mikið nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. maí 2009
Gleðilegt Gylfi ráðherra.
Það er verulega skært ljósi í undangengnu kreppu myrkri og upplýsingarskorti að fá að rýna í minnisblað viðskiptaráðherra með fylgi skýrslu.
Gæti þurft umboðsmann skuldara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. maí 2009
Tíminn er kominn Jóhanna.
Vonin um betri tíð með blóm í haga er það sem upprisa frelsarans boðaði okkur.
"Fjallað var á ríkisstjórnarfundinum um stöðu heimilanna og skuldara en nú liggja fyrir viðbótar upplýsingar um skuldastöðu heimila. Fram kom í máli ráðherranna, að á grundvelli þessara upplýsinga verði hægt að taka ákvörðun um hvort grípa þurfi til frekari aðgerða til að koma til móts við skuldug heimili".
Myndi fagna djarfri vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. maí 2009
Jóhanna ekki seinna en í dag.
Ríkistjórn, byrjið samstarfið með stæl á þessum fundi.
Hysjið buxur lánveitenda upp. Bankarnir eru nú á ykkar framfærslu.
Lausn á skuldavanda heimilanna þolir ekki lengri bið, vitleysurnar sem boðnar hafa verið eru ekki boðlegar. Þær eru niðurlægjandi aðgerð á þolendum kreppunnar sem stjórnvöld bjuggu til.
Hver vill bera kostnað af þeim blóðuga harmleik sem gjaldþrota fjölda heimil getur leitt af sér?. Það stendur upp á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að svara því með aðgerðum, væl dugar ekki lengur.
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |