Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hættið að væla, farið að stjórna Jóhanna.

Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum.

Það þarf virkilega að moka skítinn úr öllum flórum á stjórnarheimilinu.

Það þar að hafa vilja þrek og þor til hlú að þeim sem minna mega sín.

En fyrst og síðast þarf að hafa þor til skipta jafnt þeim gæðum sem til skipta verða og til þess að svo megi verða þarf að hafa þor til að nýta okkar auðlindir til að framleiða okkur frá vandanum.


mbl.is Flokksráð VG þingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrás og nú innrás með hjálp Standard & Poors.

Það er algjör fjarstæða að ætla Landsvirkjun þá stöðu sem matsfyrirtækið gerir. Hinsvegar skulu menn hafa í huga með því að kveikja á minniskuppi, hve áreiðanlegt mat þessa sama fyrirtækis var á útrásar mógúlunum aðdraganda hrunsins.

Ef Landsvirkjun væri metin samkvæmt þessu í alvöru og almennt, þá eru það allt aðrir þættir en afkomu möguleikar fyrirtækisins sem alþjóða kapítalistarnir sjá í spilum íslensk samfélags.

Orkufyrirtæki sem framleiðir orku og hefur þar að auki einokunarstöðu á markaði, er eftirsóttasti viðskiptavinur þeirra sem þurfa að koma fjármagni í vinnu hvar sem þau eru staðsett í heiminum.

Ég spyr, er von á innrás með hjálp matsfyrirtækjanna, á sama hátt og gerð var útrás með þeirra hjálp með svo alvarlegum afleiðingum sem raun ber vitni. Ljóst er að kapítalistar allra landa vilja eignast svona gullnámu sem Landsvirkjun er og verður um alla framtíð, líka íslenskir kapítalistar.


mbl.is Landsvirkjun á athugunarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er urriðagen í Össuri, hann er seigur.

Ansnar ösnum ofar

Ég vona að ástin blómstri milli Darlings og Össurar, með vilja og sátt samlyndra sælkera sem skilja að sælan sæt og svöl er þar ef alfriður ríkir í ástum samlyndra skoðana bræðra.


mbl.is Ekki í þágu íslenskra hagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáðu manni Stóriðjan !. Framleiða, framleiða og framleiða en meir.

Álið hefur stórhækka í verði, komið yfir 1600$ tonnið svo þetta skánar enn meir. Góður Guð láti gott af vita!. Að utan hefur bjargræðið oftast komið fyrir Frónbúa.

Á fyrsta fjórðungi ársins jókst útflutningur áls að magni til um 26% en álver Alcoa Fjarðaáls var ekki komið í fulla framleiðslugetu á fyrsta fjórðungi sl. árs. Í heild jókst vöruútflutningur alls að magni til um 8,9% á fyrsta fjórðungi ársins en útflutningur sjávarafurða dróst aftur á móti lítillega saman. Að magni til hefur innflutningur dregist gríðarlega saman eða sem nemur 43% á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við fyrsta fjórðung sl. árs. Samdrátturinn er mestur í innflutningi flutningatækja hvort sem er til einkanota eða atvinnurekstrar en einnig er mikill samdráttur í innflutningi fjárfestingarvara sem er góð vísbending um þróun fjárfestingar á árinu. Þá hefur innflutningur mat- og drykkjarvara til heimilisnota dregist saman um þriðjung en á móti er líklegt að neysla innlendrar neysluvöru sé að aukast.

Staðvirtur vöruinnflutningur án skipa og flugvéla janúar 2004 - apríl 2009

Skuldaskil Í Bankalandi.

Á síðustu öld, seinni hluta, voru skuldaskil landsfeðra og útgerðar/fiskvinnslu nánast árstíðarbundin aðgerð, veðbönd sá ég á 45 veðrétti.

Þetta gerðu landsfeður að eigin sögn af neyð, þeir þjóðnýtu tapið, en gróðinn var einkavæddur.

Þetta var bráðnauðsynlegt, annars var voðin vís fyrir okkur pöpulinn sögðu landsfeður.

Úlfur, Úlfur dugði landsfeðrum þá eins og nú.

Lánveitendurnir hafa búið við axlabönd og belti, svo lengi sem minnið nær, með alt sitt á þuru.

Í þessu bankalandi

Ríkistjórn, byrjið samstarfið með stæl. Lausn á skuldavanda heimilanna þolir ekki lengri bið.  

Hver vill bera kostnað af þeim blóðuga harmleik sem gjaldþrota fjölda heimila getur leitt af sér?. Það stendur upp á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að svara því með aðgerðum, væl dugar ekki lengur.

 


Jóhanna vaknaðu, þinn tími var kominn.

Jóhanna í sjónvarpi í kvöld talaði ekkert um skjaldborgina sem fólkið sem heimsótti hana í dag var að biðja um fyrir heimilin, hún minntist bara á bankanna og atvinnulífið. Meira segja endurtók að bankar og atvinnulíf væru meginverkefni við endurreisn.

Ríkisstjórn sem ekki ber gæfu til að sjá skóginn fyrir trjánum í þessum efnum á að hverfa út í hafsauga.

Já þjóðin er blekkt endalaust. Sömu gömlu lummurnar í efnahagsmálum, frá efnahagssérfræðingum og höfundum stefnu framsóknarártugarins eru enn notuð. Eignaupptaka og tilfærsla fjármuna frá almenningi til greiða skaðann er en lögmálið - hvílík snilld.

Við þurfum nothæfa Arnarhólsstráka og stelpur sem láta ekki mata sig á efnahagsfræðum Amerískra háskóla. - þá hörmulegu hagfræði sem margoft hefur verið á leið með samfélagið lóðbeint i gjaldþrot.

Hún verður aldrei í askana látin sú fræði, né nothæf við framkomnum raunum eins og Mogginn, framsóknarmenn og fleiri spekingar hafa margoft staðfest með öngulinn í bakhlutanum þegar eftirtekjur heimskuverka þeirra voru metin.

 


mbl.is Funduðu ekki með ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sókn gegn pólitískum trúði, með allt niðrum sig.

Það er komin tími til að hefja alvöru taflmennsku við bæði Gordon Brown  og  AGS.

Ef það kemur í ljós að sóknartaflmennska Brown byggir á samstarfi AGS og ríkisstjórnar Breta er ljóst að staða þeirra beggja veikist til muna, en okkar styrkist.

Biðleikur AGS vegna umsóknar Íslands um aðstoð var stjórnað af Bretum, því er mjög eðlilegt að  álykta að Brown tefli þeim fram aftur.

Og það sem er sérlega skemmtilegt við þessa taflmennsku, er að sama staða kemur upp, þó í ljós komi að AGS er ekki að leika með. Trúverðugleiki Brown skerðist mikið.

Það er kominn tími á harða sókn gegn Brown og óráðshjal hans, og röngum vinnubrögðum AGS.


Ruglið í Mr. Brown.

Við eigum ekki að borga óreiðuskuldirnar sagði Davíð, það má rétt vera.

En við verðum að þagga niður í óreiðunni í hausnum á þessum brúnaþunga Mr. Brown.

Áfram Össur en vertu brúnaþungur með sendiherrann á beini.


mbl.is Hafa fengið nóg af Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sáning tortryggni og andúðar sæmir ekki sjóhetjum

Íslendingum löngu ljóst að útgerðarmenn og sjómenn berjast hörku baráttu á hverjum degi til efla hag þjóðarinnar, en alltof fáir aðrir.

Það þarf ekki að hafa þessa staðreynd í frammi í síbylju, tilgangurinn er bara sáning tortryggni milli deiluaðila sem eru þeim til lítillækkunar sem það viðhafa.

Það var og er mikill ljómi yfir sævar sækjendum okkar og þeir hafa verið mærðir án afláts í tali og tónum af íslenskri þjóð í tíma og ótíma, og eiga það svo sannarlega skilið. 

Það var neyðarráðstöfun að efla kvótakerfið og renna heilbrigðum stoðum undir útgerðina, ekki bara til að vernda fiskinn í sjónum, þetta var líka tilraun til að tryggja fjárhagslegan grundvöll útgerðarinnar.

Óheft  frjálst framsal fiskveiðiréttinda og öll meðferð þess frelsis voru og eru skelfileg mistök.

Verkefnið hlýtur að vera það að standa að breytingum sem tryggja óskorað eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni, forsvaranlega umgengni um fiskimiðin og hagkvæma nýtingu með eðlilega hagnaðarvon að leiðarljósi. Og vonandi tekst það, því við viljum ekki þurfa að spyrja enn og aftur;

"Er hið sjálfstæða Ísland þá  frelsisins friðland, ef fólk sem vill rísa,´ á það hvergi griðland" , eins og Kötluskáldið spurði í mótlæti fortíðar.


mbl.is Mun setja bankana aftur í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er “bankaskapur” að ætla standa í skilum.

Við erum tæknilega greiðsluþrota vegna okurvaxta, það er ljóst. Nægir peningar til segja bankastjórar en engin eftirspurn eftir lánum.

Viðbrögð hagspekinga Seðlabanka, norskum eða íslenskum, virðast vera best falinn sálfræðingum í áfallahjálp til greiningar. 

Seðlabankinn segir að allt muni lækka í verði. Afleiðingin verður að allir fara í biðstöðu, gera ekki neitt. Allir bíða eftir að verðinn lækki. Skriða atvinnuleysis verður þyngri og þyngri.

Ég sem var að vona að kapítalismi andskotans væri endanlega drukknaður í skuldum,  í þúsundum miljarða króna drullupoti frjálshyggjunnar og ábyrgðarleysi hagspekinga, stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna. Enn virðist sú hagspeki í algleymi, sennilega vegna þess AGS ætlar að tryggja að allar óreiðuskuldirnar við erlendar bankastofnannir verði greiddar upp á næstu þrem árum og það hafi algjöran forgang. Nauðþurftir þjóðarinnar eru ekki forgangsmál.

Við eigum ekki að borga óreiðuskuldirnar sagði Davíð, svei mér kannski, en ég er sammála. Ekki er ég eða aðrir þeir sem ég þekki, í ábyrgð gagnvart þeim vitleysingjum sem lánuðu einhverjum íslenskum bjartsýnisfuglum allt þetta fé.

 


mbl.is 46% raunlækkun fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband